Skírnir - 01.01.1978, Page 140
138
HELGI ÞORLÁKSSON
SKIRNIR
leysuströnd. Hafði hún átt að segja að ekkert skip missti lands
svo lengi sem hún lægi óhreyfð í leiði sínu, Flekkuleiði. íbúar
á staðnunr ömuðust við raski á leiðinu (Kál I, 13).
Samkvæmt sögnum í Bolungarvík átti Þuríður landnámsmað-
ur bróður sem Þjóðólfur liét. Kletturinn Þjóðólfur, á skeri við
innsiglinguna eða hafnleið í Bolungarvík, var sagður bróðir
Þuríðar steinrunninn. Sjómenn höfðu á honunt átrúnað eða
lögðu góðan hug til hans. Þeim þótti ekki einleikið um hvarf
Þjóðólfs af skerinu 1836, gerðu árangurslausa leit að honum og
söknuðu mjög að sögn (Heima feb. 1953; JÁ I, 200—201). í Bol-
ungarvík er bærinn Þjóðólfstunga um 2 km frá sjó. Bærinn
lrefur vart getað verið kenndur við klettinn heldur mun bæjar-
heitið vera kveikja að sögnum um Þjóðólf og kletturinn síðan
kenndur við hann. Ekki er Þjóðólfs bróður Þuríðar getið í forn-
um ritum en kletturinn hafði sem fyrr gat hlotið nafn sitt fyrir
siðskipti.
Þjóðólfur virðist gott dæmi um það hvernig maður, vættur
og dvalarstaður vættar, í þessu tilviki klettur, renna saman og
verða eitt í alþýðutrú. Slíkar hugmyndir lifðu ekki einungis
meðal fólks við sjó, svo sem sýnt skal verða.
6. 5. 3. Fórnir og sterk vœttatrú til lands
Um Úlfsey í Búlandsneseyjum segir í þjóðsögum Jóns Árna-
sonar:
Á þeirri ey er fornmanns haugur sem líklega hefur heitað Úlfur. Enginn
maður má þar svo fæti á land stíga að hann syngi ekki eitt vers við hauginn,
gjöri þar bæn sína eða leggi einn stein í Úlfshaug (I, 661).
Olavius segir frá hinu sama um 1775 og nefnir að í Úlfsey
væri útræði (1780, 466, 494).
Sagt er að Gaukur Trandilsson byggi í Stöng í Þjórsárdal en
á 12. öld gengu miklar sagnir af afrekum hans og var saga hans
rituð en glataðist (Guðni Jónsson 1931, 162, 164). Gaukur á að
hafa fallið við Gaukshöfða í Þjórsárdal. Brynjúlfur Jónsson rit-
aði um sagnir um fyrirsát fremst í höfðanum að vestan í grein
sinni „Um Þjórsárdal“. Þar segir m.a.: