Skírnir - 01.01.1978, Síða 141
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 139
HjA þeim stað, sem líklegastur er til fyrirsáts, er steinn við veginn, sem
sagt er að kross hafi staðið á í pápiskri tíð, og skyldi hver gefa þar til, sem
fyrsta sinn fór um veginn. Og sú venja hjelzt fram undir 1850 að gefa til
steinsins í gamni t.a.m. bein, kvist, stein eða annað, og var það kallað: „að
gefa Gauki“ (Árb 1884-1885, 39).
Alþekkt er að ferðamenn köstuðu steinum á dysjar til að
tryggja legu framliðinna í dysjunum. Orðalagið „að gefa Gauki“
og gjafirnar bendir til allt annars konar siðar, helst fórnar til
verndarvættar. Fórnargjafir eru alþekktar í Noregi. Bondevik
ritar: „Nár folk fór til fjells med kr0tera, skulle det ofrast til
vetta.“ Þetta var oftast gert við „Offerstein" hjá selsvegi í heilla-
skyni. Illvættir voru á hættulegum leiðum og skyldi þá kastað
steini á „Kast“ eða „Varp“ við leiðina (1975, 139). Tíðni ör-
nefnanna „Offerstein", „Kast“ og „Varp“ sýnir að vættirnar
tóku sjaldan á sig persónuleg einkenni í Noregi og dæmi um að
maður, vættur og staður yrðu eitt hefur aðeins fundist í „Perrerí'
sem er dys í Nordfjord. Þar var offrað í heillaskyni þegar kvikfé
var rekið til fjalls (Hanssen 1938, 121). Eins og áður gat voru
„Prestum" færðar fórnir á a.m.k. 5 stöðum í Noregi.
Skýrt dæmi má finna í Færeyjum um að maður, vættur og
steinn verði eitt. Hér er um að ræða steininn Magnus á Brossa.
Um hann segir:
Magnus d Brossa i Lítli dalur pá Kun0, har Navn af en Huldremand
Magnus á Brossa, der bor i den.
Samkvæmt sögnum er honum gefið svo mikið líf að sumar eitt
urðu sjö mjaltastúlkur þungaðar af hans völdum. Um fórn er
ekki getið né heldur í tengslum við strýtuna Ólavur kongur á
Garðsbergi á Vogey. Þetta mun vera enginn annar en Ólafur
helgi (DF nr. 39, 439, 442).
Dæmi um stein á landi sem skyldi heilsað er Hellig Hágen,
tveggja metra hár bautasteinn í Bodilskerssókn á Borgundar-
hólmi. Menn sem fóru til lyngrifs og torfskurðar tóku ofan við
steininn og sögðu „God Morgen, Hellig Hágen" og nutu þá
blessunar Hákonar (DF nr. 39, 178). Árið 1521 leyfði páfi að
sungnar yrðu messur Heilags Hákonar og er svo að skilja að
um sé að ræða þann sem í steininum bjó (DS nr. 10, 432).