Skírnir - 01.01.1978, Page 142
140
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
Auðséð er af dæmum sem nú hafa verið rakin að ótengd
mannanöfn á stöðum í náttúru, þar sem trúað var að byggju
samnefndar verur, varðveittust betur ótengd en ella, þ.e. urðu
síður samsett, væru staður og vera eitt í vitund fólks.
6. 5. 4. Haugar og dysjar, „dáið i“ staði
Á íslandi er algengt að hólar og haugar séu nefndir ótengdum
mannanöfnum, t.d. Mörður fyrir Marðarhaugur. Um þetta hafa
fundist ein 17 dæmi, allt karlnöfn.8 A.m.k. ein dys, Tumás,
nefnist ótengdu karlnafni en þrjár dysjar hafa kvennöfn.9
Dæmi hafa fundist um tvo grafreiti og tvo hauga í Færeyjum
sem hafa ótengd karlnöfn. Tvær dysjar sem nefndar eru ótengd-
um mannanöfnum hafa komið í leitirnar í Noregi.9 Til eru
tæmandi skrár um hauga í V-Noregi. Per Fett hefur kannað
sagnir um þá og ritað þar um nokkrar greinar. Af hinum mörgu
haugum í V-Noregi er aðeins einn sem hefur ótengt manns-
nafn, Djupedals Malin (1959, 19).
Heiðnir menn munu hafa trúað því að látnir lifðu í gröf
sinni, haug eða leiði (sbr. kvæði um Helga Hundingsbana og
Hárbarðsljóð, erindi 44 og 45). Kristnir höfundar íslendinga-
sagna rita í samræmi við þessa trú (Gunnar kvað í haugnum).
Jónas Jónasson á Hrafnagili nefnir dæmi þess að eimt itafi eftir
af trú þessari á 19. öld (1934, 421). Vitund um tilvist hins látna
eða framliðna í einhvers konar lifandi ástandi í haugnum eða
grafstaðnum veldur því líklega að mönnum finnst eðlilegt og
þá um leið þjált að segja Mörður fyrir Marðarhaugur eða Tum-
ás fyrir Tumásardys. Þar sem Perren virðist eina skýra dæmið
sem fundist hefur um þetta í Noregi má álykta að Norðmenn
hafi ekki haft jafnríka vitund og íslendingar um tilvist fram-
liðinna í einhvers konar lifandi ástandi á grafstöðum. Þetta er
fróðlegt að athuga um leið og liitt að vættir í „offursteinum“
í Noregi virðast ekki taka á sig persónulega mynd, ólíkt því sem
oft gerðist á íslandi, og maður, vættur og staður renna síður í
Noregi en á íslandi saman í eina heild (sbr. Þjóðólf og í Fær-
eyjum Magnus á Brossa).
Gömul trú á einhvers konar líf eða meðvitund framliðinna
í legstöðum þeirra birtist í frásögnum af Tungu-Oddi og Karli