Skírnir - 01.01.1978, Page 145
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNAMA 143
7.1. Bjólfur og Önundur
Bjólfi er í sögnum lýst sem verndarvætti Seyðisfjarðar. Seyð-
firðingar nefndu Bjólfsfjall ýmist Býólfsfjall, Bjólf eða Býhól
um 1870 (Safn II, 442; örnefnaskrár). Líklega er Býólfur upp-
runaleg mynd nafnsins. Bjólfur er talinn heygður í Bjólfstindi
og er haugurinn sagður gnæfa við liimin. Vera má að menn hafi
í myndinni Býólfsfjall þóst finna lieiti haugsins Býhóll en fram-
burðurinn er e.t.v. ungleg uppátekt lærðra manna.
Sagnir þessar um haug Bjólfs minna á sagnir um legstað Ön-
undar í Önundarfirði. I Landnámu (S og <HSK>) segir aðeins:
„Önundur Víkingsson, bróðir Þórðar í Alviðru, nam Önundar
<fjörð allan> og bjó á Eyri“ (ÍF I, 186). Munnmæli herma að
Önundur við Önundarfjörð sé bæði fjall eða fjallstindur (hnjúk-
ur) og líka hóll í fjallinu sem talinn er haugur Önundar land-
námsmanns. Er Önundur ýmist talinn hafa dáið í fjallið (hnjúk-
inn) eða verið heygður á því. Svipaðar sagnir ganga um Þorfinn
(Vestf. sagnir II, 83, 86—87, 326; Ó.E. 99). Líklega eru haug-
sagnirnar skýringartilraunir þeirra sem vissu að haugar gátu
borið ótengd nöfn haugbúa en fannst ótengd fjallsheitin Þor-
finnur og Önundur e.t.v. tortryggileg. Þetta minnir á sögn um
,,haugsetningu“ Gríms bónda.
1 Seyðisfirði hafa menn líklega líka viljað gera greinarmun
haugs og fjalls. Stefán Einarsson telur enga mannsmynd að sjá
á Bjólfsfjalli þannig að útlit þess hvetur ekki til að nefna það
ótengdu nafni landnámsmannsins (1956, 79—82). Um báða land-
námsmenn Önund og Bjólf herma sagnir að þeir vildu hljóta
hinstu hvílu þar sem víða sæi yfir. Rétt mun að segja að fjöllin
séu hvílustaðir þeirra og þeir gefi þeim nöfn sín ótengd sem
haugbúar haugum. Eins og í dæmi Gríms bónda er eðlilegast að
hugsa sér að þeir Bjólfur og Önundur hafi dáið í samnefnd fjöll.
Er haugum þeirra því ofaukið, þeim sem skv. munnmælum eiga
að finnast á tindum fjallanna. Bjólfur kvað hafa mælt svo um
að hvorki yrðu rán né spilltu hlaup meðan haugur hans stæði
órofinn. Mun haugurinn órofinn og hefur fjörðurinn að sögn
hvorki verið rændur né skemmdir orðið á Fjarðarbæ við skað-
söm hlaup. Sigfús Sigfússon hefur skráð ofangreinda sögn og