Skírnir - 01.01.1978, Page 146
144
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
ritar að lokum um þá feðga Bjólf í fjallinu og Sölva í Sölva-
leiði handan dals: „Eru þeir verndarvættir sveitarinnar" (Sigf.
Sigf. IX, 15, 43). Þessi sögn um vernd Bjólfs á líklega rætur í
fornri trú.
7. 2. Loðmundur/Löðmundur
Loðmundur gamli var fóstbróðir Bjólfs. Þeir komu frá Voss
að sögn Landnámu (S og H). Loðmundur var fyrst í Loðmundar-
firði, síðan að Sólheimum í Mýrdal. Þar bjó Loðmundur Úlfs-
son um aldamót 1000 að sögn Njálu (ÍF XII, 288). Hjá Sólheim-
um er Loðmundarsæti sem nefndist Löðmundarsæti 1839 og
margir nefna fjallið Loðmund á Landmannaafrétt Löðmund
sem er vafalaust gamall framburður (ÍF XII, 69). Framburður
bendir til sambands milli Sólheima og fjallsins. Hugsanlegt er
að með nafni fjallsins hafi afkomendur Löðmundar gamla viljað
leggja álierslu á umráðarétt sinn yfir beit og veiði umhverfis
fjallið.
7. 3. Þrándur
Þrándur mjögsiglandi, landnámsmaður að Þrándarholti í
Gnúpverjahreppi, var að sögn Landnámu föðurbróðir Helga
magra. Frá Þrándi voru m.a. komnir lögsögumennirnir Skafti
Þóroddsson og Markús Skeggjason, skv. ættfærslum Landnámu.
Fjallið ofan Þrándarholts heitir Þrándur. Rifja má upp að
Þrándur heitir drangur í Mjóafirði við Djúp.1 Ekki er talið
í munnmælum að fjallið sé hvílustaður Þrándar því að bent
er á grafreit hans annars staðar (örnefnaskrár). Má vera að
nafnið sé gefið í heiðursskyni eða til minningar um landnáms-
manninn. Þrándur er til ósamsett sem fjallsheiti í Noregi og
ýmist skýrt sem „sá þrænski sem varðar veg til Þrándheims“ eða
sem göltur (Norsk stadnamnleksikon). Galtarskýringin á rætur
í þulum Snorra-Eddu (Skjald. A, I, 677, þul. IV, dd). Þar er
Þrándur rneðal galtarheita en líka t.d. Sælirímnir svo að vera má
að Þrándur hafi verið sérnafn á einhverjum nú óþekktum gelti.
Einhverjum kann að finnast að hér sé of mikið traust borið
til ættartalna, ekki hafi allir verið svo næmir á ættfræði að þeir