Skírnir - 01.01.1978, Side 147
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 145
þekktu frændfólk í fjórða og fimmta lið frá forföður og því
hugsanlegt að fróðir menn sem sáust lítt fyrir hafi breytt ættar-
tölum eða búið til liði, jafnvel landnámsmenn, byði svo við að
liorfa. Þessu til stuðnings mætti benda á að Ari fróði rekur
ættir sínar til guða og aðrir til risa og tröllkvenna og í Land-
námu sé oft um að ræða ósamræmi í ættfærslum.
Hér má svara að Ari mun ekki vera frumhöfundur ættrakn-
ingar til guða, hann tengir ætt sína þekktum ættum fornmanna
og gömlum tilbúnum ættartöflum. Hér skiptir rnáli hvað hægt
var að sannreyna, ættrakningar sem náðu aftur fyrir landnáms-
tíma var víst fæstar liægt að sannreyna, þær gátu sumar verið
sannar og voru teknar með e.t.v. mest til skemmtunar. Á seinni
öldurn hafa menn rakið ættir sínar til Adams og Evu, mest til
skemmtunar þótt einhverjir hafi ekki viljað sverja fyrir að slíkar
ættrakningar væru réttar. Sumt ósamræmi í Landnámu má skýra
með ruglingi í afskriftum, mest að liðir falla niður eða leið-
réttingar misheppnast, liðum skotið inn á röngum stöðum. Sumt
kann að vera tilbúningur en almennt séð er ekki ástæða til að
tortryggja ættartölur Landnámu frá landnámsmönnum til
manna sem uppi voru um 1100, allra síst séu þeir eða rnenn í
milliliðum þekktir úr öðrum heimildum sem t.d. fróðir menn,
fræðimenn, skáld, goðar eða lögsögumenn.
Ari fróði mun ekki vísvitandi hafa skráð neitt það sem aðrir
gátu með vitnaleiðslum sannað að væri rangt. Samtímamaður
hans var Markús Skeggjason, lögsögumaður og skáld. í Land-
námu, elstu gerð, er Markús talinn sjötti maður frá Þándi land-
námsmanni í Þrándarholti. Ari fróði hafði sannar spurnir af
Skafta lögsögumanni en hann var kominn af Þormóði skafta í
Skaftaholti og Helgu dóttur Þrándar skv. Landnámu (ÍF I, 358,
379, 380—381). Ótrúlegt virðist að menn eins og Ari og Markús
lrefðu „búið til“ Þránd landnámsmann og óhugsandi virðist að
Skafti hafi sjálfur getað talið fólki trú um að hann væri af Þrándi
kominn hefði það ekki haft við rök að styðjast. Skafti var vísast
svo kunnur að enn um 1100 hefur verið til fjöldi fólks sem
kunni sönn skil á ætt hans. Enn má nefna að Þrándur er í ættar-
tölum talinn bróðir Eyvindar austmanns föður Helga magra í
Eyjafirði. Einhvers konar þegjandi samkomulag valdaætta hefði
10