Skírnir - 01.01.1978, Síða 149
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNAMA 147
lega verið varðveitt óbrenglað í ættartölum á 12. öld. Vermenn
gátu því búist við að átrúnaður eða tilbeiðsla Þuríðar veitti
þeim fiskisæld. Andúð kirkjumanna á seið var hins vegar mikil
(sbr. Kristinna laga þátt) og trú á framliðna völvu og seiðkonu
hafa prestar vafalítið talið hindurvitni. Skiljanlegt er að ekki
skuli varðveittar sagnir um átrúnað á Þuríði, hafi prestar upp-
rætt hann. Sé því svo varið er líklegt að drangurinn Þuríður
hafi hlotið nafn strax að völvunni látinni. Hafi seiðmennska
verið mikið stunduð á Islandi í heiðni virðist barátta gegn
henni liafa gengið vel, sbr. að lítt eða ekki verður vart seiðfólks
í samtímaheimildum frá 12. öld og síðar.
7. 5. Geirólfur
Örnefnið Geirólfur (svo 1397) þekktist og í myndinni Geir-
hólmur og sömu breytingu tók nafn drangsins Geirólfs í Fær-
eyjum (Matras 1932, 45). Geirólfsnúpur er á milli Skjaldabjarn-
arvíkur og Reykjafjarðar á Ströndum. Fyrir ofan núpinn er fjall-
ið Geirólfur eða Geirhólmur, ávalt, hauglaga fjall, auðþekkt
kennileiti. Af þessari ástæðu einni má þykja trúlegt að nafnið
sé fornt. Undir núpnum og Geirhólmi er Sigluvík, Reykjafjarð-
armegin, og telja sumir heimildarmenn á 18. og 19. öld að þar
hafi verið bær, enda sáust þar glöggar, en fornlegar tóttir sem
virtust vera bæjartóttir (ÁM/PV VII, 316; Eggert Ólafsson 1772,
502). Þorvaldur Thoroddsen telur að Geirólfur hafi ef til vill
búið í Sigluvík (1914, 72, 73) og Jakob Benediktsson tekur
undir það (IF I, 197 nnr.). í Sigluvík má hafa grasbeit og fjöru-
beit fyrir sauðfé að sögn staðkunnugs og rekaviður er að sögn
heimilda mjög mikill. Skipalægi mun oftast gott (Vestf. sagnir
III, 65). Landið var nytjað frá bænum Kirkjubóli innar í Reykja-
firði. Geirólfur á að hafa búið undir núpnum skv. Landnámu og
kemur þá aðeins Sigluvík til greina. Aðalbæir í Reykjafirði
voru Kirkjuból, sunnan árinnar Reykjafjarðaróss, en Reykja-
fjörður norðan ár. Ólafur Lárusson ályktaði út frá nafninu að
Reykjafjörður væri elsti bærinn í firðinum, „landnámsbærinn“
(1939b, 338). Eðlileg landnámsmörk Geirólfs hafa því verið við