Skírnir - 01.01.1978, Page 150
148
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
Reykjafjarðarós. S og H eru samsaga um skipbrot og landnám
Geirólfs og mun sögnin því hafa verið í Styrmisbók og e.t.v. í
elstu gerð Landnámu frá dögum Ara fróða. Sögnina má líklega
skilja svo að allt land frá Reykjafjarðarósi að núpnum hafi kom-
ið í hlut Geirólfs. Aðalbú gat liann þá haft þar sem síðar hét
Kirkjuból enda mikil hlunnindi þar en annað bú, beitarhús eða
sel í Sigluvík og fær þá frásögn Landnámu staðist.
Athyglisvert er að skipbrot Geirólfs við Geirólfsnúp er aðal-
atriði í hinni stuttu frásögn Landnámu. Hefur þótt eðlilegt að
ótengt nafn yrði til við skipbrot. Sigluvíkurörnefnið kemur fyrir
í rekaskjölum á 14. öld (DIII, 620; IV, 134, 142). Það var senni-
lega til á tíma Landnámuritunar á 13. öld og hefur þá vafalítið
þótt styrkja skipbrotssögnina. Líklegt er að á 10. öld hafi verið
uppi einhver maður að nafni Geirólfur sem með athöfnum sín-
um hafi orðið til þess að fjallið Geirólfur hlaut lieiti sitt. Skip-
brotsmaðurinn Geirólfur er sagður liafa numið í landnámi
annars manns, Skjalda-Bjarnar, og er ekki líklegt að nafn Geir-
ólfs hafi verið gefið sem örnefni í heiðursskyni eða átt að bera
vitni um umráðarétt því að þá veitti Landnáma vafalítið meiri
vitneskju um Geirólf, ætt hans og landnám, en teldi hlut Bjarnar
minni. Um trú á haugbúa í fjallinu er ekkert vitað og senni-
legast að slys hafi verið tilefni nafngiftarinnar og eru þá engar
slysfarir líklegri en skipbrot í Sigluvík.
Geirólfur verður að teljast einn með minni háttar landnáms-
mönnum sé miðað við stærð landnáms. Þetta kann að vera
ástæða þess að ekki er getið ættar hans. Frásögnin frá Geirólfi
þætti síður tortryggileg væri getið einhverra afkomenda hans,
helst þekktra. Ein sterkasta vísbending þess að höfundar Land-
námu hafi ekki sjálfir lesið tilvist Geirólfs landnámsmanns út
úr nafni samnefnds fjalls er einmitt að hann er talinn hafa
numið í landnámi annars manns, Skjalda-Bjarnar. Aðeins er
getið eins barns Skjalda-Bjarnar, sonarins Þorbjarnar. Fimmti
maður frá honum var Þorvaldur höfðingi í Vatnsfirði, samtíma-
maður Ara fróða. Vatnsfirðingar áttu rekarétt í Skjaldabjarnar-
vík árið 1230 (sbr. Sturl. I, 341) og kann þar að hafa verið um
að ræða arf frá Birni. Menn gátu sótt til Landnámu eða land-
námssagna rök um eignarrétt og jarðaheimildir. Vatnsfirðingum