Skírnir - 01.01.1978, Side 151
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 149
liefur varla verið þægð í frásögn af landnámi Geirólfs í ágætu
rekaplássi í landnámi Bjarnar. Hafi sögnin verið tilbúin var
þeim hagur í að kveða hana niður því að annars áttu þeir á
hættu að óviðkomandi menn þættust eiga arfbundinn rekarétt
frá Sigluvík og e.t.v. allt að Reykjafjarðarósi.
Einar Eiríksson í Vatnsfirði átti rekarétt í Sigluvík á 14. öld
(DI XII, 25; III, 366) og eins Vatnsfjarðarkirkja. Kirkjan þar
átti og Sæbólsreka í Reykjafirði (DI II, 620; IV, 134, 142; VII,
288). Árni Magnússon ritar að Sæból hafi verið í Sigluvík en á
19. öld var það innar í Reykjafirði, nær Kirkjubóli (ÁM/PV
s.st., Þorvaldur Thoroddsen s.st.). Vatnsfirðingar hafa átt mik-
illa hagsmuna að gæta í ætluðu landnámi Geirólfs. Líklegast er
að þeim hafi verið óhjákvæmilegt að kannast við tilvist Geir-
ólfs en viljað gera hlut hans sem minnstan, sbr. það sem áður
er rakið um Náttfara og Reykdæli, afkomendur Ketils hörska
(sbr. bls. 120 að framan).
7. 6. Náttfari
Eggert Ólafsson getur fyrstur svo að vitað sé um örnefnið
Náttfara í ferðabók þeirra Bjarna Pálssonar. Hann ritar:
Naattfare kaldes en Klippe uden for Skaaleviig, som disse Viiger fortælles at
have taget Navn af, og som foregives at have været en Kiæmpe, der er bleven
til Steen (1772,735).
Skálavík er ein af Náttfaravíkum við Skjálfanda. Hér ritar
Eggert um drang eða klett í sjó og á líklega við að nátttröll hafi
dagað uppi eins og það heitir í íslenskri þýðingu ferðabókar-
innar frá 1943 (II, 85). Á okkar tíð virðist enginn kannast við
Náttfara á þessum slóðum. Jón Sigurðsson í Ystafelli telur hins
vegar Náttfara um 4 km sunnar hjá Purkárósi og sé „Ijósleitur,
einstakur klettur" (1954, 179). Purkárós er þar sem heitir Kota-
fjara í Náttfaravíkum. Nefnist þetta Náttfaravík á herforingja-
ráðskortum sem er annars óþekkt nafn í eintölu þar nyrðra.
Náttfaralækur fellur og í sjó í Kotafjöru, nálægt Purká. Alfreð
Ásmundsson í Hlíð hermir í örnefnaskrá að Náttfari sé við Nátt-
faralæk „stakur klettur ljósleitur“. Hann bætir við: