Skírnir - 01.01.1978, Page 152
150
HELGI ÞORLÁKSSON
SKIRNIR
Ein saga segir að þar sé Náttfari fyrsti landnámsmaður íslands heygður,
önnur sagan að þetta sé ndtttröll sem þarna hafi dagað uppi og borið eða
fengið síðar nafn landnámsmannsins. (Leturbr. gerð hér.)
Staðkunnugir menn, Hlöðver Hlöðversson, Björgum, Sigurður
Hjálmarsson, Akureyri, og Gunnlaugur Ingólfsson, Reykjavík,
líkja Náttfara við hól eða gúl. Hlöðver hefur búið að Björgum
í nágrenni við Náttfaravíkur undanfarna hálfa öld. Hann segir
Náttfara vera líparítgúl um 15—20 m háan. Hann nefnir hann
öðru nafni Náttfarahaug. Ekki vill Hlöðver kannast við að
Náttfari sé nátttröll en bendir á sögn í sagnasafninu Grímu um
haugbúann Náttfara sem lánaði bóndanum í Naustavík í Nátt-
faravíkum hrút einn, úrvalsgrip. Segir þar m.a.: „stendur haug-
urinn í fjörunni rétt fram við sjó“ (Baldvin Jónatansson, stað-
kunnugur maður, skráði, sbr. Gríma hin nýja 5, 126—128). Hér
mun átt við ofangreindan hól eða gúl.
Hér á undan var þess getið að nafnið Náttfari finnst á sænsk-
um rúnaristum og bent á að frásagnir frá Náttfara muni hafa
verið í elstu gerð Landnámu. Að mati Hlöðvers Hlöðverssonar er
hóllinn Náttfari ekki sérlega einkennandi í Kotafjöru, og sér-
stakt leiðarmerki sjómönnum hefur hann ekki verið megi af
líkum ráða. Var jafnan lítið útræði frá Kotafjöru og þá víst
aðeins heimræði. Útræði aðkomumanna var norðar (DI IV, 579;
V, 18;ÁM/PV). Af mynd að dæma virðist ljósleitur hóllinn
nokkuð sérkennilegur á að líta en hins ljósa efnis (líparíts?)
gætir víðar í Kotafjöru. Hvort rétt sé sú skýring að nafnið kunni
að lúta að ferðum hólsins í rökkri skal ósagt látið en eðlileg
skýring á heiti hans virðist blasa við. Áður voru nefnd ein
sautján dæmi um að haugar og hólar tækju ótengd nöfn eftir
ætluðum haugbúum.8 Náttfari sómir sér vel sem átjánda dæmið.
8. NIÐURSTÖÐUR
Framarlega í þessari samantekt var frá því sagt að fræðimenn
hafi margir verið tregir til að trúa að mannanöfn hafi verið
gefin ótengd sem örnefni, heldur trúað að undantekningarlítið
væri um að ræða styttingar. Tilgátur um styttingar hafa reynst
illa rökstuddar. í náttúrunafnakenningunni er hins vegar gert