Skírnir - 01.01.1978, Síða 153
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 151
ráð fyrir að örnefni eins og Þuríður, Geirólfur, Náttfari og
Bjólfur hafi verið gefin ótengd í upphafi, þó ekki eftir mönnum
heldur séu náttúrunöfn. Landnámsmennirnir með þessum nöfn-
um eru sóttir til örnefnanna samkvæmt kenningunni. Hér hef-
ur verið reynt að sýna fram á að sá siður að gefa stöðum í nátt-
úru ótengd mannanöfn hafi aldrei verið framandi á íslandi
lieldur jafnvel almennur á 19. og 20. öld og vel þekktur á 10.
og 11. öld. Reynt var að grafast fyrir um tilefni nafngifta af
þessu tagi, og er niðurstaða að örnefnin Önundur, Þuríður, Geir-
ólfur, Náttfari, Bjólfur, Löðmundur og Þrándur hafi getað
verið gefin eftir samnefndum mönnum lífs eða liðnum.
Eins og fram hefur komið hafa stöðum í náttúru verið gefin
ótengd mannanöfn af fleiri en einni ástæðu: a) vegna slysfara,
b) í heiðursskyni, c) vegna hefðbundinna starfa eða umráða-
réttar, d) vegna trúar á haugbúa og vættir, e) vegna þess að eitt
nafn ótengt getur af sér annað. Hér hefur ástæða merkt d) verið
faarð fyrir nöfnunum Önundur, Þuríður, Náttfari og Bjólfur en
ástæða a) talin skýring á örnefninu Geirólfur, b) á örnefninu
Þrándur og c) á örnefninu Löðmundur. Eins og kom fram eru
til í munnmælum fleiri en ein skýring á örnefninu Þorfinnur.
Er það í raun eðlilegt sé þess gætt að í þjóðtrú gátu maður,
vættur og staður orðið eitt. Ástæður nafnanna Bjólfur og Ön-
undur gátu verið a), b) eða c) en þjóðtrúin gerir þá að vættum
og gefur sér skýringuna sem merkt er d). Þótt vættatrú dylji rétt
tilefni nafngifta hefur hún vafalaust stuðlað að því að nöfn
varðveittust ótengd.
Örnefnin sjö sanna hvorki né afsanna ein fyrir sig að menn-
irnir hafi verið til, en bendi líkur til að þau séu eldri ritun
Landnámu og séu í Landnámu raktar ættir frá samnefndum
mönnum þarf mjög sterk rök til að líklegra megi teljast að
mennirnir hafi ekki verið til. Fjöllin (tindarnir) Önundur,
Þuríður, Bjólfur og Þrándur gnæfa yfir eða blasa við á svæðum
sem hljóta að hafa verið í byggð allt frá landnámstíma. Forn-
leifafundir benda til að landnám á íslandi hafi verið hafið á
seinni hluta 9. aldar og er sennilegt að festa hafi verið komin
á búsetu og byggðaskipan fyrir landnám Grænlands um 986.
Sé rétt ályktað hafa fjalla- eða tindaheitin Önundur, Þuríður,