Skírnir - 01.01.1978, Page 154
152
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
Bjólfur og Þrándur verið til fyrir u.þ.b. 980. Hafi heitin ekki
verið gefin af samtímamönnum samnefndra manna (landnema)
benda þau a.m.k. til að fyrir u.þ.b. 980 hafi því verið trúað að
samnefndir menn hafi verið til. Elstu menn hafa þá haft ágæt
skilyrði til að vita hið sanna um tilurð nafnanna svo að algjör
uppspuni gat vart skotið rótum. Hins vegar gat verið hætta á
slíku um öld síðar. Sem áður gat var mönnum nauðsyn á 11. og
12. öld að þekkja forfeður í 3—5 liði vegna framfærslu, erfða,
vígsbóta og annars og 6—7 liði vegna hjúskapartengsla. Um 1100
voru sumir menn komnir í 6. og 7. lið frá landnema og því hætt
við gleymsku og ruglingi, ættir dóu út, menn fluttust brott.
Hugsanlegt er að óvandaðir menn hafi þá búið til Býólf eða
Bjólf úr Býhólsfjalli, gert hann að landnámsmanni og tengt
eigin ætt sér til upphefðar. Þetta er að öllu athuguðu heldur
ósennilegt. Snemma á 12. öld var farið að draga að föng í Land-
námu og flaut líklega strax margt mistraust með en vafalaust
hafa höfundar reynt að afla sér sem bestrar vitneskju um aðal-
landnema. 1 þeim hópi voru að þeirra mati Önundur, Þuríður,
Bjólfur og Þrándur. Hafi vilji verið fyrir hendi hefur verið
unnt að afla vitneskju sem gat verið alveg örugg um nöfn aðal-
landnema. Geirólfur og Náttfari áttu ekki afkomendur svo að
getið sé en áttu líka sameiginlegt að voldugar ættir höfðu ástæðu
til að gera sem minnst úr hlut þeirra. Engu að síður er þeirra
getið í Landnámu og styrkir það tiltrú á tilvist þeirra á 9. öld.
Þeir sumir hverjir sem e.t.v. féllust á þau rök að Önundur,
Þuríður, Bjólfur og Þrándur séu gömul örnefni af því að þau
séu notuð um áberandi kennileiti þar sem jafnan hafi verið
mikil byggð frá um 980 eða fyrr og teldu vitnisburð ættartaflna
um þau sannfærandi gætu bent á Náttfara, talið örnefnið ungt
þar sem haugurinn liggur afskekkt og efast um tilvist mannsins
þar sem ættrakningar skortir. Einhverjir munu þó hafa haldið
nafni Náttfara á loft um 1100 eins og hér er bent á og munn-
mæli um hann hafa verið alkunn. Hins vegar er óvíst að Nátt-
faravíkur hafi verið í byggð fyrir frumritun Landnámu. Haugs-
nafnið kann því að hafa komið upp síðar og sama máli kann
að gegna um fjallsheitið Löðmund.
Meginniðurstaðan er þá sú að örnefnin Bjólfur, Þrándur,