Skírnir - 01.01.1978, Page 155
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 153
Önundur, Þuríður og Geirólfur bendi til að uppi liafi verið
samnefnt fólk fyrir lok 10. aldar. Líklegast er að þarna sé um
að ræða landnámsmenn. Örnefnin Kári og Þorfinnur benda til
að höfundar Landnámu og heimildarmenn þeirra hafi ekki gert
landnámsmenn úr öllum slíkum örnefnum. Þeir hafa stuðst
við fleiri heimildir, einkum ættarsagnir og ættartölur.
LOKAORÐ
Ég vil taka fram að örnefni hef ég aðeins athugað í tóm-
stundum frá öðru en hef ekki menntað mig eða sérhæft í ör-
nefnafræðum (né þjóðfræðum). Oddvar Nes, lektor í örnefna-
fræðum við Háskólann í Björgvin, las hins vegar yfir saman-
tektina á tveimur stigum samningar, var mér innan handar um
heimildir og gaf góð ráð. Endanleg gerð samantektarinnar, sú
sem hér birtist, er að sjálfsögðu aðeins á mína ábyrgð.
Eins og fram kom hafa menn átt bágt með að skilja að örnefni
eins og Geirólfur eða Náttfari gætu verið annað en styttingar
samsettra örnefna. Skv. náttúrunafnakenningunni er hér um að
ræða óstytt náttúrunöfn. í samantektinni hér á undan var sett
fram þriðja skýring. Sé hún rétt falla nokkrar af styrkustu stoð-
um náttúrunafnakenningarinnar. Hér er reyndar tómt mál að
tala um rétt og rangt, aðeins er unnt að spyrja að líkum.
Nú munu flestir fræðimenn á sama máli um að Landnáma
sé ekki mjög traust eða örugg heimild um landnámstímann.
Rannsóknir beinast æ meira að því að draga fram livernig höf-
undar Landnámu stóðu í upphafi að efnisöflun og hver hafi
verið tilgangurinn með samningu verksins. Hér hefur t.d. verið
fjallað allmikið um heimildir höfunda. í afstöðunni til efnis
Landnámu skiptast fræðimenn einkum í tvo hópa, þá sem tor-
tryggja Landnámu um allt og hafna henni algjörlega sem heim-
ild um 9. og 10. öld og hina sem telja að í Landnámu sé sann-
sögulegur kjarni, efni sem sé nálægt hinu rétta, en vandinn sé
að finna það, greina það frá hinu ósannsögulega. Samantektin
hér á undan er mótuð af því viðhorfi að í Landnámu megi
finna frásagnir sem fari nálægt hinu rétta. Til grundvallar er
lögð sú vissa að menn geti varðveitt í munnlegri geymd um
tvær aldir eða svo staðreyndir sem máli skipti um uppruna sinn