Skírnir - 01.01.1978, Síða 156
154
HELGI ÞORLÁKSSON
SKIRNIR
og ættir, jarðeignir ættar og fleira slíkt að mestu óbrenglað. Um
það hafa höfðingja- og stórbændaættir um 1100 væntanlega
almennt vitað hverjir búið höfðu á aðalbólum eða stórbýlum
þeirra frá landnámstíma enda er bent á að Landnámu sé ætlað
að sýna heimildir manna fyrir jarðeignum. Hitt mun ekki síður
hafa vakað fyrir höfundum frumgerðar Landnámu að forða
fróðleik frá gleymsku (frásögnin um Geirólf gæti verið dæmi
um slíkt). Af íslendingabók má ráða að Ari fróði hafi reynt að
fylgja reglu sinni um að hafa það heldur sem sannara reyndist.
Hann eða hans líkar munu hafa staðið að frumgerð Landnámu.
Þeir sem hafna Landnámu sem heimild um 9. og 10. öld neita
að styðjast við líkur, vilja einungis styðjast við samtímaheim-
ildir, svo sem fornleifar. Þegar sett er fram gagnrýni á heim-
ildargildi Landnámu er stuðst við líkur, misjafnlega sterkar.
Þótt stuðst sé við samtímaheimildir, svo sem fornleifar, verður
í túlkun þeirra að styðjast við líkur, ekki síður en þegar
ályktað er að í Landnámu megi finna efni eða kjarna sem sé
réttur í öllum aðalatriðum. Höfundur þessarar samantektar
telur nú að lokinni athugun allmiklar líkur á að landnáms-
maður í Seyðisfirði hafi nefnst Bjólfur, að Þrándur hafi fyrst
búið í Þrándarholti, Önundur verið helsti landnemi í Önundar-
firði, Þuríður í Bolungarvík og a.m.k. töluverðar líkur á að
Geirólfur hafi búið í Reykjafirði á 10. öld og að til hafi verið
maður að nafni Náttfari við Skjálfanda á landnámstíma.
ÖRNEFNASKRÁR
1. Sker, jjörusteinar o.s.frv. viö ísland
Gauti er í Höskuldsey, „tangi" sem flæðir yfir. Jökull er hólmi hjá Brokey.
Halldór er steinn við sjó neðan bæjar í Rifgirðingum. Karkur er stór steinn
undan landi Óss á Skógarströnd. Jónatan er boði og Loðvik hólmi hjá Dag-
verðarnesi (Árb 1933—1936, 88,91). Hákon er allhár steinn við Hrappsey (Árb
1927,69). Júdas heitir klettur við sjávarkamb að Hvallátrum. Geirmóður
heitir sker fyrir Langanesi i Arnarfirði. Grettir er steinn við götu úr fjöru til
bæjar í Svalvogum. Andrés er klettur eða drangur undir Stigahlíð við Djúp.
Þjóðólfur hét steinn eða klettur fyrir utan Bolungarvík. Hann hvarf (brotn-
aði) 1836. Þrándur nefnist drangur við sjó („á sjávargrund") í landi Látra í
Mjóafirði við Djúp (Jóhann Hjaltason, sbr. Vestf. sagnir II, 406). Helgi er
klettur í sjó í Eyjafirði skammt frá Ólafsfjarðarmúla (Súlur 2, 1971, 86).
Bjarni heitir stakur klettur (drangur) í flæðarmáli við land Víkur í Flateyjar-