Skírnir - 01.01.1978, Side 157
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 155
hreppi. Össur heitir klettur í sjó undan Saltvík við Skjálfanda. Steinpór heitir
klettur við sjó hjá landi Snotruness í Borgarfjarðarhreppi eystra. Indriði er
blindsker um 100 m frá landi Hafnar í Borgarfjarðavhreppi eystra. Gálmur er
blindsker nálægt Indriða en lengra frá landi. Brynki nefnist blindsker við
innsiglinguna til Eyrarbakka. Þorvaldur er boði undan Sandgerði. Jörundur
er boði undan utanverðu Álftanesi. Þorlákur er lítið sker við land Bakka á
Kjalarnesi. Aðeins hefur komið í leitirnar eitt kvennafn er flokkast hér undir
en það er Grímhildur, blindsker við Borgarfjörð eystra.
2. Norsk, sœnsk, dönsk og fcereysk dœmi um sker, fjörusteina o.s.frv.
Af norskum örnefnum hafa fundist 32 og voru áður talin 5. Af hinum 27
eru 5 fyrir Jaðri og 11 í Oslóarfirði (N. los II, IV, VI; Indrebö 1929; Slyngstad
1951). Elsta dæmið er frá 1658.
Komið hafa í leitirnar 42 dæmi í Svíþjóð og eru 7 áður talin. Flest eru úr
Gautaborgar- og Bághúsléni (Ortn II; III, 150-173; V, 147; XX:1, 126-128;
Lindroth 1914, 162-163; 1922; Modeér 1933, 25, 222, 225). Elstu dæmin eru
frá 1659, 1702, 1748. Nálægt fjórðungi sænsku nafnanna er kvennöfn en í
Svíþjóð, a.m.k. í Smálöndum (Modeér 1933, 25, 225), veiddu konur í net við
strönd, sbr. „varp“.
Dönsku dæmin eru átta og eru fimm nefnd áður. Elsta dæmið af hinum
þremur er frá 1644 (DF nr. 39; Grandjean 1945).
í Færeyjum eru drangarnir Teitur og ívar við Mjóvaneslandið og enn Búi
eða Bjúgvin (Matras 1928, 171, 178, 184). Hjá Svíney eru skerin Hans og Pól
(Matras 1932, 45). Enn er nefndur drangurinn Geirólvurinn (Matras 1928,
173; 1932, 41, 45).
Alls er um að ræða 88 dæmi en íslensku dæmin voru 35, samtals 123.
3. Fjöll og tindar
Við mynni Malangsfjarðar í Troms í Noregi er keiluforntaður tindur, 742
m, sem gnæfir yfir og þykir gott kennileiti. Hann nefnist Astria eða Ástríður
(N.los VI, 27; NG XVII, 87). Á Finnmörk eru tindarnir Elias(en) á Stjernpy
milli Lopphavet og Altafjorden og Andotten 355 m á vesturströnd Söröy i
Lopphavet (N. los VI, 164). Ramoen (Hrómundur) heitir fjall eða tindur
(1437 m) í Örstahéraði (Mæri og Raumsdal). Nafnið er ósjaldan gefið körlum
á þessum slóðum (T.S.H. 1963—1964, 12). Tormoden er fjall f Sólahéraði á
Jaðri, haft sem mið (Særheim 1977, 159).
I Færeyjum eru Uttari og Innari Mósus „2 ryggir uppi yvir Skorhamri" á
Norðeyri (Matras 1932, 46). Þegar farið var yfir að Froðbiarnípu á Sandey í
Færeyjum hét það að fara „yvir á Bár“ sé rétt skilið. Þetta er mannsnafnið
Bárður (Matras 1928, 169).
4. Vörður, islensk dcemi
Dæmi um nöfn af þessu tagi eru: Sigga í landi Hóps i Grindavík, Sunnefa
í landi Dagverðarár á Snæfellsnesi, Tobba í Sauðlauksdal (eftir útliti talin