Skírnir - 01.01.1978, Page 158
156
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
ævaforn); Þóra, Gróa og Dana í landi Krossaness í Þverárhreppi (Hún.). Skv.
manntali 1921—1950 voru tvær Dönur á íslandi. Rikka er í Seyðisfirði, Finna
hjá Skriðuklaustri og Digra Sigga í landi Skálholts i Biskupstungum. Við
kerfisbundna leit má væntanlega finna miklu fleiri dæmi um ótengd kven-
nöfn á vörðum. Dysjarnar Kris, Herdis og Gróa eru einnig nefndar vörður
í heimildum eins og síðar skal getið. Áður er getið um vörðuna Sturla.
í. Norrœnar vörður utan íslands
Smörmagli heitir varða í Kvölsdalane (sbr. Magdeli, Magdalena). Gjuka-
stein ritar: „Sm0rmagli skal ha vore ei drusteleg kona.“ Enn ritar Gjukastein
um vörðurnar Torjinnen og Torkell (1941, 69—71). Heggstad þekkir vörð-
urnar Torbjfidn og Odmund’n (Oddmundur) hjá Tunnaset á Voss (1949, 113.
189).
Frá Danmörku er þekkt vörðuheitið Store Mikkel í Bodilskerssókn á Borg-
undarhólmi (DS nr. 10, 438).
6. Steinar til lands
Gellir er steinn í landi Harrastaða í Þverárhreppi (Hún.) Keggsa-Sigga er
drangur við Djúp, Geirhildur steinstrýta í Skagafirði. Gunnsteinn er í landi
Árnahúsa á Skógarströnd og annar Gunnsteinn i landi Kletts í Gufudalssveit.
Þetta er reyndar heil klettaborg (FÍ 1959, 55). í Landnámu (S og H) er getið
Gunnsteina í Flateyjardal (ÍF I, 273). Örnefnið er nú glatað en steinarnir
stóðu á landamerkjum og voru blótaðir að þvi er Landnáma hermir. Hugsan-
legt er að þessir Gunnsteinar, tveir eða fleiri, hafi heitið eftir einhverjum
manni sem nafnið bar, því að í Færeyjum eru Oddarnir, engjareinar, sem
eiga að heita eftir einhverjum Oddi, Jensarne eða Jonsarne eru tvö sker í
Svíþjóð og Greterne fiskimið í Danmörku (um Oddana og Grétumar, sjá hér
á eftir 7 og 9).
Hjá Hallingskeid x Ulvik, Hörðalandi, Noregi er 2—3 mannhæða steinn sem
heitir Gunnulven (Heggstad 1925a, 277). Hjá Breiset á Voss er Lanje-Ivar,
hár steinn (Heggstad 1949, 121). í Ucklumsókn í Gautaborgar- og Bághúsléni
er steinn sem nefnist Annika (Ortn XX, 60). Annar er í Blekinge, sé rétt
skilið, nefndur Anders Petter (Modeér 1933, 222).
í Færeyjum eru steinarnir Magnus á Brossa og Ólavur kongur, einnig
Kristian sem Matras getur (1932, 46).
I leitirnar hafa komið 22 dæmi í Danmörku, þar af 16 frá Borgundarhólmi
en þar er mikið um svonefnda bautasteina, aflanga, ótilhöggna steina, sem
reistir hafa verið upp á enda og eru án áletrana (DF nr. 39; DS nr. 10). Tveir
þeirra eru Karna (= Karen) og Greta Bojlj. Mjög trúlegt er að konur með
þessi nöfn hafi verið til (DS nr. 10, 472).
7. Veiðistaðir
Áður kom fram að skerið Jan sunnan við Hermansö í Svíþjóð á að heita
svo af því að Jón stundaði þar veiðar. Litlu sunnar er skerið Markus sem á