Skírnir - 01.01.1978, Side 160
158
HELGI ÞORLÁK.SSON
SKIRNIR
í Ólafsfirði eru haugarnir eða hólarnir Karl og Vémundur, Karl hjá Karls-
stöðum og Vémundur hjá Vémundarstöðum. Karl og Vémundur eru kunnir
úr Svarfdælasögu, en haugsnafnanna er fyrst getið 1817, svo að mér sé kunn-
ugt (Kál II, 92). Beinir heitir haugur í Svarfaðardal eftir samnefndum haug-
búa (Gríma hin nýja I, 8). Jökull heitir haugur hjá Jökulsá, býli og á í Flat-
eyjarhreppi. Þar skal hvíla Jökull bóndi. Jökulsá er bergvatnsá en Jökull
fornt mannsnafn (FÍ 19G9, 76). Arnbjörn og Þorkell eru hólar í Heiðarbótar-
landi í Reykjahverfi sem eiga að vera haugar fornmanna og hóllinn Ójeigur
í landi Skarða á að vera hvílustaður Ófeigs Járngerðarsonar (Árb 1928, 61,
65). Kolur heitir haugur í Loðmundarfirði. Þar skal hvíla Kolur sá sem Kols-
staðir hjá Dvergasteini í Seyðisfirði eiga að heita eftir (JÁ IV, 123—124). Loks
er haugurinn sem „líklega hefur heitað Úlfur“ og áður gat (sbr. 6.5.3.).
9. Dysjar, grajreitir o. fl.
Dysjar gátu og borið mannanöfn. Við gamla veginn milli Krísuvíkur og
Herdísarvíkur eru þrjár grjóthrúgur. Heitir ein Kris en önnur Herdis. Eiga
það að vera dysjar samnefndra kvenna og hafa ferðamenn haft fyrir sið að
varpa steinum á hrúgurnar (Kál II, 402). Dysin Gróa eða Gróudys er á hálsi
milli Reykjarfjarðar og Vatnsfjarðar við Djúp. Skyldu ferðamenn kasta steini
á hana (Vestf. sagnir II, 408). Miklu fátíðara virðist að grafreitir kvenna en
karla beri ótengd nöfn. Hins vegar gætir nokkuð fornlegra, tilkomumikilla
kvennafna, ótengdra, í náttúru. Sum hafa gjallandi herhljóm og minna á val-
kyrjuheiti svo sem skriðan Geirvör í Álftafirði, Jóreiður fjall og lóðamið við
Selárdal (Jóreiðin), Úlfhildur hvilft i Arnarfirði, Geirhildur steinstrýta í
Skagafirði, Brynhildur brunnur í Grxmsey, Grimhildur sker við Borgarfjörð
eystra, Gunnhildur fjall við Loðmundarfjörð, Kolfreyja bær í Fáskrúðsfirði
og loks Ingiriður, klettahæð í Fljótsdal. Ekki er ótrúlegt að einhver vættatrú
búi á bak við sum þessara nafna en um það virðist allt ókunnugt.
A.m.k. ein karlmannsdys ber ótengt mannsnafn, Tumás i landi Hnappa-
valla í Öræfasveit. Þar skal vera dysjaður samnefndur maður. I örnefnaskrá
getur þeirrar trúar að happ fylgdi, t.d. strand (svo I) að halda við dysinni,
hlaða upp og lagfæra.
Áður er getið um dysina Perren í Nordfjord í Noregi. Fljá Risl í Drivdalen
er dysin Galn-Kari en ekki getið sagna eða trúar tengt henni (Hanssen
1938, 123). Grafreitir með ótengd mannanöfn eru áberandi fáir i Noregi. Ekki
er handbært yfirlitsverk um tíðni slíkra nafna í Færeyjum en þar er að finna
hinn óvígða grafreit Oddarnir, engjareinar í Hattarvík „Her skal en Mand,
Oddur, ligge begravet (han havde forbrudt sig mod Kirkens Love ...)“ í
sömu Hattarvík heitir staður Úti á Rólvi. „I f0lge sagnet skal Gongu-Rólvur
ligge begravet her“ (Matras 1932, 43, 47). Einnig finnast í Færeyjum haug-
arnir Óli rami og Tórur rami kenndir við samnefnda haugbúa (Færösk
Anthologi, 350). Ekki hafa komið í leitirnar dönsk og sænsk dæmi af þessu
tagi.