Skírnir - 01.01.1978, Side 164
LÝÐUR BJÖRNSSON
Eigi skal höggva
ÁllvÍða í FORNRitum er frá því gi'eint, að lík sögupersóna hafi
verið björt og fögur. Alkunn er lýsingin í Njálu1 á líkum hjón-
anna á Bergþórshvoli, Bergþóru og Njáls, en Hjalti Skeggjason
lét þann dóm falla, að hann hefði ekkert lík jafnbjart litið og
Njáls. Sama vitnisburð fá lík Noregskonunganna Ólafs hins
helga og Sverris.2 Haft hefur verið fyrir satt, að forfeður vorir
hafi talið bjart lík og fagurt bera vott um heilagleik viðkomandi,
sakleysi eða sáluhjálp.3 Mönnum kynni því að hafa verið það
nokkurt kappsmál, að nárinn liti vel út, og jafnvel reynt að firra
þá líkamshluta lýtum, sem mest voru áberandi, t.d. andlitið.
Yfirvöld létu sum brot varða andlitslýtum. Sumir þjófar skyldu
skv. Jónsbók auðkenndir með því að bregða lykli á kinn þeirra,
og hefur þetta verið rakið til norsks réttar.4 Hér má og minna á
lýsingu Snorra Sturlusonar í Heimskringlu5 á atburðunum við
Útstein, en þar stakk Ölafur hinn helgi axarhyrnu í kinn Erlings
skjálga með þessum orðum: „Merkja skal dróttinsvikann." Af
frásögninni verður ekki ráðið, hvort slík auðkenning hafi verið
venja eða ei, en útilokað er það ekki. Fullvíst virðist þó, að and-
litslýti af framangreindu tagi hafa ekki verið talin mundu reyn-
ast viðkomandi til framdráttar fyrir hinum æðsta dómi.
Trú þessi kann að skýra eftirfarandi orð, sem Skúli hertogi
Bárðarson lét falla, er hann var fangaður að Helgisetri í maí-
mánuði 1240 og Sturla Þórðarson greinir frá í Hákonarsögu:
Ok er hertoginn sá, at þeir vildu brenna klaustrit, ræddi hann við sfna
menn, at þeir skyldu út ganga. Fóru þeir þá til dyranna. Gekk hertoginn þá
lit ok hafði buklara fyrir andliti sér. Hann mælti: „Höggið eigi í andlit mér,
því at þat er engi siðr við höfðingja at gera.“ Eftir þat báru þeir vápn á
hertogann ok alla þá, er út gengu með honum.o