Skírnir - 01.01.1978, Side 165
SKÍRNIR
EIGI SKAL HOGGVA
163
Sumarið 1240 komu þeir Árni óreiða og Eyvindur brattur út
til Islands með bréf frá Hákoni konungi til Gissurar Þorvalds-
sonar og sögðu fall Skúla.7 Líklegt er, að þeir hafi einnig kunnað
að segja frá andlátsorðum hertogans. Frétt af þessu tagi mun
hafa borizt fljótt um landið. Allmargir höfðingjar höfðu kynnzt
Skúla og mælt er, að hann hafi gefið einum þeirra, Snorra Sturlu-
syni, jarlsnafn vorið 1239. Það vor fór Snorri út til íslands af
Noregi í óleyfi Hákonar konungs.8 Sturlunga leynir því ekki, að
ekki var við annað en orðróm að styðjast varðandi jarlstign
Snorra. Verða því heimildir að teljast vera í ótraustara lagi um
þetta atriði.
Vinfengi Snorra og Skúla hlýtur að hafa verið Hákoni nægi-
leg ástæða til að tortryggja Snorra. Var það og inntak bréfs þess,
sem þeir Árni og Eyvindur höfðu út með sér 1240, að Gissur
skyldi senda Snorra á konungsfund, hvort sem Snorra væri það
Ijúft eða leitt, en drepa hann ella. Hákon tilgreindi þá ástæðu,
að Snorri væri „landráðamaður" (dróttinsviki) við sig.9 Gissur
hefur án efa viljað flest vinna til að firra sig reiði konungs og
var auk heldur enginn sérstakur vinur Snorra á þessum árum.
Hann fór að Snorra í Reykholti hinn 23. september 1241 og lét
taka hann af lífi. Sturla Þórðarson lýsir þeim atburði svo:
Þeir Gizurr fóru at leita Snorra um húsin.
ÞA fann Gizurr Arnbjörn prest ok spurði, hvar Snorri væri.
Hann kvaðst eigi vita.
Gizurr kvað þá eigi sættast mega, ef þeir fyndist eigi.
Prestr kvað vera mega, at hann fyndist, ef honum væri griðum heitit.
Eftir þat urðu þeir varir við, hvar Snorri var. Ok gengu þeir í kjallarann
Markús Marðarson, Símon knútr, Árni beiskr, Þorsteinn Guðinason, Þórar-
inn Ásgrímsson.
Símon knútr bað Árna höggva hann.
„Eigi skal liöggva," sagði Snorri.
„Högg þú,“ sagði Símon.
„Eigi skal höggva," sagði Snorri.
Eftir þat veitti Árni honum banasár, ok báðir þeir Þorsteinn unnu á hon-
um.10
Ljóst er, að þessi orð Snorra eru nálega hin sömu og upphaf
setningar þeirrar, sem Skúli hertogi á að hafa mælt síðasta. Mis-
munur er ekki meiri en svo, að hann má skýra með tíma þeim,