Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 166
SKÍRNIR
164 LÝÐUR BJÖRNSSON
sem leið milli þess að Hákonarsaga og Islendingasaga voru færð-
ar í letur. Vera má og, að Sturla hafi ekki haft fyrri söguna
við höndina, er hann skráði hina síðari. Ennfremur hafa verið
leidd að því rök, að Sturla beri frændanum í Reykholti stundum
ekki of vel söguna, og kynni hann af þeirri ástæðu að hafa kosið
að láta nokkurs misræmis gæta.11 Andlátsorð hertogans liafa án
efa þótt hin virðulegustu.
Sunrir fræðimenn hafa talið viðbrögð Snorra, er hann varð
var við aftökusveitina, bera vott um úrræðaleysi hans og jafnvel
hugleysi, og hinir sömu benda á, að slíkra eiginleika hafi oftar
orðið vart í fari hans.12 Slíkt var þó engan veginn án undan-
tekningar.12 Víst er og, að Snorri beiðist hvorki griða né prests-
fundar septembernóttina, hvort sem hann hefur talið slíkt óþarft
eða vonlaust. Hann beiðist þess eins að verða ekki höggvinn.
Lagvopn virðast hafa verið langalgengustu vopnin á íslandi á
þjóðveldisöld. Spjót var lagvopn og sverð í senn högg- og lag-
vopn.11 Líklegast var því, að einhver í aftökusveitinni bæri lag-
vopn, en vera má, að maður í aðstöðu Snorra hafi ekki hugað
að slíku.
Á Sturlungaöld þótti við hæfi, að menn sýndu æðruleysi á
banadægri og létu slíkt í ljósi með orðum. Nægir þessu til stuðn-
ings að benda á frásögnina af aftökum þeim, sem fylgdu í kjöl-
far Örlygsstaðabardaga.15 Enginn vafi leikur á, að Snorri hefur
þekkt þetta viðhorf, enda kemur það víða fram í Heimskringlu.
Þessu til stuðnings skal bent á andlátsorð Erlings skjálga: „Qnd-
urðir skulu ernir klóask“, og Þormóðar Kolbrúnarskálds: „Feitt
er mér enn um hjartarætr".16
Heimildin þegir að vonum um hugsanir Snorra, er hann
heyrði aftökusveitina nálgast. Hún leyfir því þá tilgátu, að hugur
Snorra hafi á þeirri stundu hvarflað til frásagnar þeirrar af at-
burðinum við Útstein, sem hann hafði sjálfur fært í letur, og til
andlátsorða Skúla hertoga. Andlátsorð Skúla sýna æðruleysi og
eru því í samræmi við tíðarandann. Snorri hefur því kosið að
láta hin sömu orð verða sín liinztu, enda vafalítið talið sig full-
sæmdan af að fylgja fordæmi vinar síns.17
Reykjavík, 6. júlí 1978
i