Skírnir - 01.01.1978, Page 170
168
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
II
Árið 1928 kom út í Leningrad rit sem síðustu tvo áratugi
hefur haft mikil áhrif á þjóðsagnafræði og bókmenntafræði,
Morfologija skazki, eða Beygingarfræði ævintýra eftir Vladimir
Propp. Bókin var nánast gleymd í þrjá áratugi en 1958 kom út
þýðing hennar á ensku.2 Hún hefur síðan komið út í þýðingum
á ýmsar tungur og verið endurprentuð í Sovétríkjunum. Verk
Propps var unnið í anda þeirrar stefnu í bókmenntafræði og
málvísindum, sem nefnd hefur verið formalismi og var við lýði
í Rússlandi frá því skömmu fyrir byltinguna og fram um 1930.
Formalisminn var síðan kveðinn niður þar eystra en arfur
hans lifði með ýmsum útflytjendum, eins og td. Roman Jakob-
son, þótt áhrifa hans gætti mest í málvísindum fyrst í stað.3
Þegar formgerðarstefna (strúktúralismi) tók að hafa aukin áhrif
á bókmenntarannsóknir á 6„ 7., en umfram allt nú á 8. ára-
tugnum voru formalistar grafnir úr gleymsku því í ljós kom að
fræðileg viðhorf þeirra voru meira í ætt við viðhorf sem ríkja
á okkar tíma en flest annað sem skrifað var um bókmennta-
fræði á fyrri hluta aldarinnar, þótt þau ættu sér vitaskuld sínar
skýru takmarkanir.
Þegar Propp tók að rannsaka rússnesk ævintýri sneri hann sér
að meginflokki þeirra, þeim sem Einar Ól. Sveinsson talar um
sem „ævintýrin sjálf“ (Aarne-Thompson 300—749) í bók sinni,
Um íslenzkar þjóðsögur, bls. 14. Á þriðja áratug aldarinnar,
þeg-ar Propp var að vinna verk sitt, og reyndar lengi síðan, lögðu
þjóðsagnafræðingar mest kapp á að rannsaka annars vegar ein-
stakar ævintýragerðir (Type) og rekja ferli þeirra um rúm og
tíma, hins vegar einstök efnisatriði, svo kölluð minni (Motif)
sem ævintýrin voru samsett af. Til þessa var lengi beitt svo
kallaðri sögulegri og landfræðilegri aðferð sem einkum var
mótuð af finnskum þjóðfræðingum. Propp hefur síðan bent á
að söguleg rannsókn á ævintýrunum hafi vissulega verið endan-
legt markmið sitt en hann hafi þó talið nauðsynlegt að gera
formfræðilega athugun á þessum flokki frásagna, áður en hún
hæfist. Til þess þurfti hann raunar að liða sundur hvert ævin-
týri með nokkuð svipuðum hætti og gert er við minnarannsókn-