Skírnir - 01.01.1978, Síða 171
SKÍRNIR FRÁSAGNARLIST í FORNUM SÖGUM 169
ir, en í stað þess að beina athyglinni einungis að föstum ytri
þáttum minnisins og leita að hliðstæðum þess í öðrum þjóð-
fræðum spurði Propp hvaða hlutverki einingarnar gegndu inn-
an frásagnarinnar sem heildar. Þegar hann bar saman ævintýri
leitaði hann að þeim einingum sem gegndu sama hlutverki.
Mismuninn á aðferð er auðveldast að skýra með dæmi. Alkunn-
ugt er að ævintýrahetjur fá oft yfirnáttúrlega aðstoð í leit sinni
að ákveðnu hnossi. Þær hitta einhvern sem gefur þeim leiðar-
hnoða, talandi dýr, sem leiðbeinir þeim, vopn gætt yfirnáttúr-
legum krafti osfr. Hér er um geysilegan fjölda minna að ræða
eftir því hvers eðlis hjálpin er, hvers konar töfragripir eru gefnir.
Þessi minni, td. talandi dýr, geta líka gegnt mismunandi hlut-
verki í frásögninni. Þessi mismunur vekur hins vegar ekki áhuga
Propps heldur það sem sameinar: hetjan fær í hendur töfragrip
eða fær loforð um yfirnáttúrlega aðstoð sem síðar mun ráða
úrslitum í baráttu hennar. Þetta atriði, þessi liður frásagnar-
innar á heima á ákveðnum stað og er ómissandi hluti úr röklegu
samhengi ævintýrisins.
Einingarnar, sem Propp finnur með þessum hætti, mætti á
íslensku kalla frásagnarliði (segja má að frásögnin beygi, breyti
um stefnu, við hver liða-mót), þeir leiða frásögnina röklega til
síns niðurlags eins og hlekkir í keðju. Propp talaði siálfur um
liðina sem hlutverk (e. function), en öðrum hefur þótt það vill-
andi og hefur verið stungið upp á ýmsum orðum, ss. mótífem
(mvndað af mótíf með sama hætti og fónem af fón).
Skilgreiningu Propps á þessu grundvallarhugtaki mætti þ-vða
á þessa leið: Frásagnarliður er athöfn persónu skilin og greind
i Ifósi þeirrar þýðingar sem hún hefur fyrir atburðarásina i heild.
(Function is understood as an act of a character, defined from
the point of view of its significance for the course of action.)
Propp setur síðan fram og styður með athugunum á þessum
flokki rússneskra ævintvra fjórar kennisetningar, en revndar má
segja að sú fjórða sé aðeins samantekt hinna þriggja: 1. Frá-
sagnarliðirnir eru óbreytilegir og stöðugir frumþcettir i sögu án
tillits til þess hver er gerandi. Þeir mynda grundvöll sögunnar.
2. Fjöldi þeirra frásagnarliða, sem fyrir koma i cevintýrum, er