Skírnir - 01.01.1978, Page 173
SKÍRNIR FRÁSAGNARLIST í FORNUM SÖGUM 171
auðvitað líka verið bókmenntafræðingum ögrun að fæi a út kví-
arnar til annarra greina frásagnarlistar.5 Nú eru ævintýri ákaf-
lega hefðmótuð og bundin að formi, eins og niðurstöður Propps
sýna best, en augljóst er að bókmenntagrein á borð við skáld-
söguna er miklu frjálsara form og í sjálfu sér fremur ólíklegt.
að sömu aðferð verði beitt við þá grein með verulegum árangri,
þótt mönnum hafi þótt freistandi að reyna. Fyrirfram er reyndar
augljóst að ekki hafa allar skáldsögur sömu frásagnargerð, en
þá má athuga hvort einhverjir flokkar þeirra hafi fastmótaða
frásagnargerð eða hvort einhver ferli sem mynda hluta úr heil-
um sögum lúti föstum lögmálum um mótun frásagnargerðar.
Hér er ekki síst fróðlegt að bera niður í bókmenntagreinum sem
annaðhvort eru að einhverju marki mótaðar af hefðum munn-
legrar frásagnarlistar, eins og td. íslendingasögur og fornaldar-
sögur, eða þá í bókmenntagreinum sem augljóst er að fylgja
nokkuð föstum ferlum, eins og td. hinn klassiski gamanleikur
eða Ieynilögreglusagan. Hér er þess enginn kostur að gera grein
fyrir öllu því flóði rannsókna, sem sækir megininnblástur sinn
beint eða óbeint til Propps, en áhrifa hans er nú tekið að gæta
í rannsóknum íslenskra fornsagna og á vafalaust eftir að gæta
enn um hríð.
Til áranna milli heimsstyrjalda má rekja aðra kvísl rann-
sókna sem mjög hefur vaxið og breitt úr sér, en þær hófust um
1930 með kenningum um kviður Hómers sem settar voru fram
af bandarískum fræðimanni, Milman Parry, og héldu áfram er
Parry og nemandi hans Albert B. Lord tóku til við rannsóknir
á kvæðum og kvæðamönnum í Júgóslavíu. Hér mun einnig
heppilegt að staldra nokkuð við þetta upphaf til að varpa ljósi
á það sem á eftir fylgdi en vitaskuld er aðeins um mjög ófull-
komið ágrip að ræða.
Það er gamalkunn staðreynd, og blasir reyndar við hverjum
sem les kviður Hómers, að þar er fullt af endurtekningum orða-
sambanda eins og „hin rósfingraða morgungyðja", „hinn fótfrái
Akkilles" eða „hinn ráðagóði Odysseifur". í raun og veru hafa
lýsingarorðin í þessum samböndum lítið merkingargildi. Hins
vegar er það greinilegt að svona orðasambönd, sem við skulum