Skírnir - 01.01.1978, Page 174
172
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
kalla formúlur með alþjóðlegu orði sem þegar á sér alllanga
hefð í íslensku, laga sig eftir bragarhætti (nú er verið að tala
um frumtexta) þannig að þurfi Hómer að nefna persónu eins
og Akkilles hefur hann á takteinum 2ja, 3ja eða allt upp í 6
bragliða formúlu. Ástæðan fyrir þessu er, sagði Milman Parry,
að kvæðamaðurinn hefur ekki lært kvæðið utan að heldur semur
það eða endurskapar í flutningi. Hið sérkennilega við stíl Hóm-
ers er að hann hefur á hraðbergi afarmikið kerfi af formúlum,
ekki aðeins til að nefna aðalpersónur eins og Akkilles eða Odys-
seif heldur allar persónur sem koma oftar en einu sinni fyrir,
formúlur fyrir aðstæður, athafnir, hluti osfr. Þetta formúlu-
kerfi er miðað við bragarháttinn. Sá sem kvað Hómerskviður
af munni fram þurfti að hafa allar þessar formúlur geymdar í
minni og vera viðbúinn að beita þeim öllum fyrirvaralaust.
Hafi kvæðamaður þessar eða sams konar formúlur, svona for-
múlumál, jafnörugglega á valdi sínu og mælt mál, getur hann
kveðið löng kvæði án undirbúnings ef hann hefur söguþráð á
takteinum, en hann getur naumast endurtekið kviðu aftur með
nákvæmlega sama orðalagi enda kærir hann sig ekkert um bað.
Hann styttir eða lengir eftir aðstæðum og fleira verður til að
breyta flutningi hans. Sérkenni málsins í Hómerskviðum stafa
af því að það hefur mótast við sköpun og flutning af munni
fram. Ekkert eitt skáld hefði getað myndað allar þær formúlur,
sem Hómer réð yfir, heldur hljóta þær að hafa mótast á mörg-
um öldum.
Kenning Parrys kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir
Hómersfræðinga og var síður en svo vel tekið af öllum. Parry
komst að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að skera úr deil-
unni væri að rannsaka lifandi kveðskaparhefð. Svo vel vildi til
að tiltölulega skammt frá heimaslóðum Hómers, þe. í Júsró-
slavíu, var enn lifandi arfur langra hetjukvæða, sem kveðin
voru af munni fram. Parry fór nú þangað og tók á árunum um
1935 að safna þessum kvæðum og rannsaka þau. Afraksturinn
af söfnuninni eru stórmerk söfn sem varðveitt eru í Harvard-
háskóla. Ekki entist Parry aldur til að Ijúka neinum rannsókn-
um á þessu efni því hann dó fremur ungur. En nemandi hans