Skírnir - 01.01.1978, Page 175
SKÍRNIR FRÁSAGNARLIST í FORNUM SOGUM 173
og samverkamaður, Albert B. Lord, hélt verkinu áfram og setti
niðurstöðurnar fram í bók sinni, The Singer of Tales, sem kom
út árið 1960.° Þessi bók hefur síðan verið ek. biblía þeirra sem
fást við munnlega varðveittan epískan kveðskap.
Segja má að niðurstöður Lords staðfesti kenningar Parrys í
stórum dráttum en í raun og veru bætir hann mjög mikilvægum
atriðum við þær. Þannig gerir liann grein fyrir því hvernig
kvæðamaður í Júgóslavíu lærir list sína, en fjarri fer að liún sé
öllum gefin, enda tekur „uppeldi“ kvæðamanns langan tíma.
Segja má að ungur kvæðamaður læri formúlur og lögmál, þám.
braglist, kveðskaparins á svipaðan hátt og þegar menn læra
tungumál með beinni aðferð. Málið sem hann lærir er mál
skáldskaparins. Fullnuma er kvæðamaður þegar hann hefur
nægilegt vald á formúlum til að kveða hvaða kvæði sem hann
heyrir, kann að byggja upp nóg af fastmótuðum atriðum (hér
er átt við lýsingar á þingum, ferðalögum, bardögum eða því
um líku samkvæmt ákveðnu formi, Lord kallar þetta þema,
,theme’, en sú nafngift er umdeild) til að lengja eða stytta kvæði
eftir þörfum og gera jafnvel nýtt kvæði ef hann langar til. Þegar
kvæðamaður hefur náð þessu stigi er það athyglisvert að áheyr-
endur og aðstæður allar lrafa mikil áhrif á gerð kvæðisins, hvort
kvæðamaður fer hratt yfir sögu eða lengir og skreytir mál sitt.
Athyglisvert er að þótt þessir kvæðamenn lýsi því yfir að þeir
kveði kvæði alveg eins og þeir heyrðu þau fer því fjarri að þeir
kveði orðrétt í okkar skilningi. í raun og veru semja þeir nýtt
kvæði við hvern flutning.
Nú má ekki draga þá ályktun af þessu tali um formúlur að
þær séu óbreytanlegar frum-einingar eða kubbar sem kvæða-
maður komi sér upp og raði síðan saman eftir ákveðnum regl-
um. Bæði er notkun formúla mjög einstaklingsbundin, eins og
notkun málsins, og svo er hitt að formúlur eru einatt myndaðar
eftir ákveðnu kerfi eða kerfum, þannig að lrægt er að skipta um
orð í hluta formúlunnar. Þetta sýnir Lord með mörgum dæm-
um, en aðrir fræðimenn hafa sýnt fram á að kvæðamennirnir
hafa stuðning af fleiru en formúlum, þemum og bragreglum í
kveðskap sínum. 1 frásögninni ráða ýmsar byggingar- eða form-