Skírnir - 01.01.1978, Page 176
174 VÉSTEINN ÓLASON SKÍRNIR
gerðarreglur sem eru kvæðamanninum til stuðnings jafnframt
því að þær auka áhrifamátt eða listgildi kvæðanna.7
Lord segir í bók sinni sögu sem sýnir vel getu júgóslavnesku
kvæðamannanna. Þeir Parry höfðu um tíma unnið við að taka
upp kvæði eftir kvæðamanninum Avdo Meðedovic sem var
snjallastur allra sem þeir kynntust. Þá kom í heimsókn til þeirra
annar kvæðamaður og Parry komst að því að hann kunni kvæði
sem Avdo kannaðist ekkert við. Þeir komu því þá svo fyrir að
Avdo var viðstaddur þegar aðkomumaður flutti kvæðið án þess
að um hefði verið talað að hann ætti sjálfur að flytja það seinna.
Þetta var langt kvæði, mörg þúsund vísuorð. Eftir flutninginn
var Avdo beðinn að endurtaka það. Ekki var nóg með að hann
endurtæki kvæðið þannig að ekkert af efni sögunnar færi for-
görðum, heldur varð kvæðið mun betra og lengra í meðförum
hans. Ákveðið þema, þing eða ráðstefna, lengdist í meðförum
hans úr 176 vísuorðum (braglínum) í 558. Þar naut hann auð-
vitað kunnáttu sinnar í að kveða þetta atriði og allrar reynslu
sinnar og þekkingar á kveðskaparmálinu og þeim menningar-
heimi sem það birtir. Avdo þessi var ólæs.8
Aðferð Parrys og Lords við að finna formúlur í ákveðnum
texta, td. í kviðum Hómers eða Avdos, var að velja stuttan kafla
úr verkinu og leita síðan í textanum í heild að orðatiltækjum
sem endurtekin eru á sama stað í vísuorði. Þessar athuganir
leiddu í ljós að mál júgóslavnesku kvæðamannanna — og Hóm-
ers — eru eintómar formúlur. Þar kemur varla orð fyrir sem er
ekki annaðhvort formúla eða fellur inn í formúlukerfi. Þetta
talaði Parry um sem sparsemi kvæðanna, þe. tilhneigingu til að
forðast óþarfa tilbreytni. Þó eru kvæðamenn mismunandi að
þessu leyti, en Hómer hefur verið mjög sparsamur. Fleiri stíl-
einkenni benda þeir á, svo sem það að hvert vísuorð geymir
yfirleitt heila og samfellda hugsun, og fyrir vikið er það nærri
óþekkt í þessum munnlega stíl að setningar grípi á milli vísu-
orða (enjambement), nema um sjálfstæða setningarhluta, sjálf-
stæða hugsun, sé að ræða.9
Þegar Parry og Lord voru á ferðinni var kvæðamönnum tekið
að fækka og listhefð þessi í liættu. Ovinur hennar er prentlistin