Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1978, Page 176

Skírnir - 01.01.1978, Page 176
174 VÉSTEINN ÓLASON SKÍRNIR gerðarreglur sem eru kvæðamanninum til stuðnings jafnframt því að þær auka áhrifamátt eða listgildi kvæðanna.7 Lord segir í bók sinni sögu sem sýnir vel getu júgóslavnesku kvæðamannanna. Þeir Parry höfðu um tíma unnið við að taka upp kvæði eftir kvæðamanninum Avdo Meðedovic sem var snjallastur allra sem þeir kynntust. Þá kom í heimsókn til þeirra annar kvæðamaður og Parry komst að því að hann kunni kvæði sem Avdo kannaðist ekkert við. Þeir komu því þá svo fyrir að Avdo var viðstaddur þegar aðkomumaður flutti kvæðið án þess að um hefði verið talað að hann ætti sjálfur að flytja það seinna. Þetta var langt kvæði, mörg þúsund vísuorð. Eftir flutninginn var Avdo beðinn að endurtaka það. Ekki var nóg með að hann endurtæki kvæðið þannig að ekkert af efni sögunnar færi for- görðum, heldur varð kvæðið mun betra og lengra í meðförum hans. Ákveðið þema, þing eða ráðstefna, lengdist í meðförum hans úr 176 vísuorðum (braglínum) í 558. Þar naut hann auð- vitað kunnáttu sinnar í að kveða þetta atriði og allrar reynslu sinnar og þekkingar á kveðskaparmálinu og þeim menningar- heimi sem það birtir. Avdo þessi var ólæs.8 Aðferð Parrys og Lords við að finna formúlur í ákveðnum texta, td. í kviðum Hómers eða Avdos, var að velja stuttan kafla úr verkinu og leita síðan í textanum í heild að orðatiltækjum sem endurtekin eru á sama stað í vísuorði. Þessar athuganir leiddu í ljós að mál júgóslavnesku kvæðamannanna — og Hóm- ers — eru eintómar formúlur. Þar kemur varla orð fyrir sem er ekki annaðhvort formúla eða fellur inn í formúlukerfi. Þetta talaði Parry um sem sparsemi kvæðanna, þe. tilhneigingu til að forðast óþarfa tilbreytni. Þó eru kvæðamenn mismunandi að þessu leyti, en Hómer hefur verið mjög sparsamur. Fleiri stíl- einkenni benda þeir á, svo sem það að hvert vísuorð geymir yfirleitt heila og samfellda hugsun, og fyrir vikið er það nærri óþekkt í þessum munnlega stíl að setningar grípi á milli vísu- orða (enjambement), nema um sjálfstæða setningarhluta, sjálf- stæða hugsun, sé að ræða.9 Þegar Parry og Lord voru á ferðinni var kvæðamönnum tekið að fækka og listhefð þessi í liættu. Ovinur hennar er prentlistin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.