Skírnir - 01.01.1978, Page 184
182
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
dómi, sprottin upp sem bein viðleitni til að sporna við þjóð-
ernisofstæki í Þýskalandi og draga fram í húmanískum anda
það sem sameinaði evrópska menningu. 1 íslenskum fræðum var
þjóðernisrómantík föst í sessi, alin í tengslum við drauma um
þjóðlegt sjálfsforræði en reyndar ekki heimsyfirráð! Evrópu-
hyggjan hlaut því að eiga erindi við þá, sem rannsökuðu íslensk
fræði, og hefur haft veruleg áhrif.23 Vitaskuld hafa sumir fylgis-
menn evrópuhyggju farið fram með nokkrum öfgum. Miðalda-
menningin mótaðist í hverju landi af víxlverkan þeirrar menn-
ingar sem kirkjan flutti og þjóðlegs menningararfs. Þess vegna
er nauðsynlegt að meta báða þessa þætti réttilega. Andspyrna
gegn fyrra ofmati á þjóðlega þættinum hlaut í fyrstu að koma
fram sem vanmat á honum. Þetta kom td. glögglega fram í fyrstu
ritum sem T.ars Lönnroth (LL) lét frá sér fara á sviði norrænna
fræða.24 I því riti, sem hér er til umfjöllunar, hefur hann breytt
ýmsum grundvallarskoðunum sínum og reynir nú að samræma
evrópuhyggjuna og skilning á því sem sérkennir íslenska forn-
menningu og bókmenntir. Um þetta segir hann í formála bókar
sinnar:
Later ... I began to raodify some of my earlier thoughts and to recognize
the peculiarly Norse character of the saga as a work of art. The new thrust
of my studies led to a series of articles emphasizing native tradition rather
than foreign influence. As a result of this Hegelian dialectical process, my
book has finally come to include a rather comprehensive introduction to
the narrative tradition underlying Njálssaga: „native" as well as „foreign,"
„Germanic" as well as „Christian," „oral“ as well as „literary." (Bls. ix).
Sú hófsemi og jafnvægishyggja, sem setur mark sitt á bókina
(þótt höfundur geti sem betur fer ekki alltaf setið á strák sínum),
kemur þó líklega hvergi skýrar fram en í niðurlagsorðum for-
málans sem vikið er til Einars Ólafs Sveinssonar, en kalla má
að hann hafi verið helsti skotspónn LL á árásargjörnum árum
evrópuhyggj unnar:
Last but not least I should like to acknowledge my debt to Professor Einar
Ólafur Sveinsson, whose long-standing authority as a Njála scholar I have
been battling since I first started my saga studies. As the work on this book
proceeded, however, I found myself agreeing more and more often with