Skírnir - 01.01.1978, Page 185
SKÍRNIR FRÁSAGNARLIST í FORNUM SÖGUM 183
his conclusions. Although my views on Njála still differ from his, my re-
spect for his scholarship and my gratitude for his teaching have increased
the more I have learned about the subject. (Bls. xi).
Njáls Saga: A Critical Introduction skiptist í 5 kafla og við-
auka. I 1. kafla er rakin saga Njálurannsókna, 1 2. kafla er yfir-
lit yfir söguþráð Njálu, rætt um heimildir sögunnar og hvernig
hún hafi orðið til, 3. kafli fjallar um það sem hér hefur verið
kallað „málfræði" frásagnarinnar, þe. þær hefðir sem ráðandi
eru í frásagnarlist bókarinnar, í 4. kafla er ritað um evrópska og
bók-menntalega þáttinn í þeim hugmyndaheimi sem Njála birt-
ir, það sem oftast er talað um sem kristin áhrif og rittengsl, og
í 5. kaflanum er fjallað um hið sögulega og félagslega samhengi
sögunnar. í viðauka er svo fjallað um hugsanlegar skráðar heim-
ildir mun nákvæmar en í 2. kafla.
Rannsóknasagan er sögð í fyrsta kafla, Njála and Its Critics,
vel og skilmerkilega. Það leynir sér þó ekki að enn fer dálítið
í taugarnar á LL hvern ægishjálm Einar Ólafur Sveinsson hefur
borið yfir Njálurannsóknum. Hann segir frá niðurstöðum Ein-
ars um höfundinn í hálfgerðum hæðnistón en endar þó á því
sjálfur, tæplega 200 bls. seinna, að komast að harla líkum niður-
stöðum. Munurinn tengist aðallega breyttum viðhorfum í bók-
menntafræði. Þegar Einar Ólafur var að skrifa um Njálu var í
hávegum höfð í þeim fræðum hugmynd um bókmenntir sem
tjáningu á sálarlífi einstaklings og því fylgdi einatt sálfræðileg
túlkun á höfundum og reyndar líka á einstökum persónum í
verkum. Það er nærri eingöngu mismunandi afstaða að þessu
leyti sem greinir á milli umfjöllunar LL og Einars Ólafs um
höfund Njálu.
í kaflanum um efnisþráð og heimildir er einnig að nokkru
leyti um rannsóknasögu að ræða en hér leggur höfundur líka
margt til frá sjálfum sér. Heildarniðurstaða hans um söguna
er ekki nýstárleg, hann gerir ráð fyrir að höfundur hafi stuðst
við munnlegar frásagnir um persónur og atvik en sagan í heild
sé margbrotnari og viðameiri en svo að hún hafi getað verið
til sem heild áður en hún var skrifuð. Hann er hins vegar van-
trúaður á flestar hugmyndir um beinar skráðar heimildir og