Skírnir - 01.01.1978, Síða 191
SKÍRNIR FRÁSAGNARLIST í FORNUM SÖGUM 189
Þetta kemur víða fram en ég skal taka eitt dæmi. LL fjallar
nokkuð um Þórhall Ásgrímsson, viðbrögð hans, er hann fréttir
lát Njáls, og í sambandi við málatilbúnað eftir brennuna þegar
hann verður að vera fjarri vegna fótarmeins, sem hann síðan
læknar sjálfur er málaferli hafa farið út um þúfur. Hann verður
síðan fyrstur til að vekja víg á alþingi og hefja bardagann sem
þar tekst. LL bendir á að hin líkamlegu viðbrögð megi skýra
með „lærðum“ hugmyndum miðaldamanna um líkamsvessana.
Þetta finnst mér hann rökstyðja vel. Um vígið segir hann síðan:
His passions have finally defeated his self-control.
The author of Njála evidently wants his audience to consider that a hero
who becomes a slave to his passions destroys the chance of a peaceful settle-
ment. Although this “moral” may be compatible with the ethics inherent
in traditional sagas, it is at least partly inspired by the author’s “clerical
mind.” (Bls. 113).
Mér virðist sýnilegt að þau atvik sem verða til þess að máls-
sóknin á alþingi fer út um þúfur, þám. sjúkleiki Þórhalls, séu
forlagabundin, hluti af þeirri ógæfu sem á ferli er í sögunni.
Takmark málaferlanna er ekki fremur en takmark Njáls í ótelj-
andi sættargerðum hans eingöngu friðsamleg lausn mála, lieldur
einnig lausn sem leyfir hetjum að halda sæmd sinni. Það er hin
erfiða jafnvægislist. Þegar vit- og ráðagerðamaðurinn Þórhallur,
sá sem líkastur er Njáli af yngri kynslóð, sér fyrstur manna, að
málaferlin eru endanlega farin út um þúfur, veit hann að nú
er sæmd þeirra, sem málið er skylt, í veði, og reyndar einnig
sæmd Njáls fóstra hans. Þá er ekki um annað að velja en grípa til
vopna. Um það eru vit og ástríður á einu máli en ástríðurnar
gefa honum kraft til að lækna sjálfan sig og verða fyrstur til
að hefjast handa, gefa það merki sem menn biðu eftir. Með
þessu breytir Þórhallur í fullu samræmi við lögmál hetjuskap-
arins og í anda Njáls fóstra síns sem ekki var óljúft að synir
lians gripu til vopna þegar sæmd fjölskyldunnar var í veði og
enn hafði sæmd sína í huga á efsta degi.
Hér virðist mér um það að ræða, eins og mjög oft ella, að
höfundur notfærir sér lærðar hugmyndir til að gera frásögn sína
áhrifameiri og myndríkari en „mórall“ hennar er í algeru sam-