Skírnir - 01.01.1978, Page 193
SKÍRNIR FRÁSAGNARLIST í FORNUM SÖGUM 191
humility and asceticism. Pagan law cannot coexist with Christian law. When
such coexistence is nevertheless attested, it is often explained as a result o£
multiple authorship or of insoluble conflicts in the author’s mind. (Bls. 149).
Þótt öfgar eins og þær sem LL talar um hér hafi komið fyrir,
og þó einkum fyrr á tímum held ég að langt sé frá að þær séu
venjulegar nú. Því fer fjarri að slíkrar einsýni gæti í hinum
áhrifamikla Njáluformála Einars Ólafs Sveinssonar. Ég get ekki
stillt mig um að vitna hér í nærri 10 ára gamlan texta eftir
sjálfan mig, sem reyndar er engin ástæða til að LL þekki. Ég
liugsa að það viðhorf, sem þar kemur fram, sé venjulegra en það
sem LL lýsir:
... óhugsandi er að greina nákvæmlega í sundur, hvað sé heiðið og hvað
kristið, hvað norrænt eða germanskt, hvað suðrænt og evrópskt; jafnfráleitt
er að segja, að íslendingasögur séu í eðli sínu kristnar bókmenntir, þar sem
þær séu skrifaðar af kristnum mönnum, og hitt, að telja þær heiðnar bók-
menntir, sem varðveiti heiðinn anda. Hitt er sönnu nær, að átök og samruni
ólíkra hugmynda og viðhorfa eigi mikinn þátt í ágæti þeirra.28
Sjálfur er Lönnroth mjög nærri því að gera ráð fyrir „con-
flicts in the author’s mind“ í aðgreiningu sinni á sögumanni og
höfundi, og öll bók hans er til vitnis um það að Njáls saga
tengist tveimur hugmyndaheimum. Flestir geta verið sammála
um að hafna þeim öfgum sem aðeins vilja sjá annan þeirra, en
vandinn er ekki þar með leystur. Eftir er að skera úr á hvern
hátt þeir tengjast. Verk LL býður fram tilraun til að skýra það
en fleiri leiðir eru hugsanlegar.
Ég vék að því fyrr að sú heildarmerking eða boðskapur, sem
lesin verður úr Njáls sögu, hljóti að fá staðfestingu amk. í ein-
stökum mikilvægum atriðum. Ég skal nefna tvö dæmi um slík
atriði, frásögnina af því þegar Gunnar snýr aftur og frásögn af
Njálsbrennu. Ég held að það sé röng túlkun hjá LL að höfundur
Njálu (og þá líklega ósammála sögumanni?) setji fram siðferðis-
lega gagnrýni á Gunnar með frásögninni af afturhvarfi hans.
Auðvitað er honum Ijóst að ákvörðun Gunnars orkar tvímælis,
eins og tilsvar Kolskeggs sýnir. En rétt er að hafa í huga að
Gunnars bíður dauðdagi sem er engu ógöfugri en endalok Kol-
skeggs, hetjudauði. Við þurfum hvorki að grípa til ættjarðar-