Skírnir - 01.01.1978, Page 197
SKÍRNIR FRÁSAGNARLIST í FORNUM SÖGUM 195
heyra til barnalærdóms í þeirri fræðigrein, gerir hann grein fyrir
tvenns konar ættarkerfum, annars vegar því sem miðast við
einn ákveðinn forföður og hefur ættsveit að grunneiningu, hins
vegar því sem miðast við blóðvensl einstaklinga og hefur fjöl-
skyldu að grunneiningu. Samkvæmt forfeðrakerfi er hver ætt
eða ættsveit skýrt afmarkaður hópur og einstaklingar af öðru
kyninu giftast úr fæðingarhópi sínum inn í annan og rofna þá
tengsl við fyrri ætt. Hins vegar er ætt sem miðast við hvern
einstakling (egocentriskt kerfi), eins og við gerum enn í dag
þótt við finnum ekki til skyldleika í eins marga liði og forfeður
okkar. Þetta síðara kerfi ríkti í íslensku samfélagi frá upphafi.
Því er mjög skýrt lýst í ákvæðum þjóðveldislaga um mannbætur,
Baugatali. Samkvæmt þessu er rangt að tala um þjóðveldissam-
félagið sem ættasamfélag, eins og margir hafa gert, nema nánar
sé skilgreind merking þess. (LL talar í sinni bók einhvers staðar
um “clan system“ en clan er einmitt notað um forfeðrakerfi).
Þessi framsetning PMS ætti að útrýma öllum hugtakaruglingi
urn þetta efni.
Samfélagslýsing þessa sögulega þáttar virðist mér vera traust
og dregur skýrt fram stéttaskiptingu og stéttagreiningu í sam-
félaginu, ennfremur þá þýðingu sem búseta, landfræðileg staða
manna hefur í samfélagsgerðinni. Hér kemur í sjálfu sér ekkert
nýtt fram en gagnlegt er að leggja áherslu á þetta í byrjendabók.
Á eftir lýsingu á samfélaginu og stofnunum þess kemur kafl-
inn Stormandsvœlde sem einkum fjallar um 12. og 13. öld. Bent
er á hvernig kirkjan veldur röskun á því jafnvægi sem stefnt
var að í upphafi þjóðveldis og hvernig valdið safnast smám
saman á færri hendur. Sérstök áhersla er lögð á Guðmund góða
og hvernig saga hans leiðir fram í dagsljósið stéttaandstæður
sem lítið ber á í flestum öðrum heimildum. Þessum kafla lýkur
með því að sagt er frá Sturlungum.
Síðari hluti bókarinnar, sem fjallar um bókmenntirnar, skipt-
ist í þrjá hluta og samsvara þeir reyndar að nokkru leyti aðal-
köflum hjá Lönnroth: Den mundtlige tradition, Den skriftlige
overlevering og Litteraturen i samfundet.
í upphafi kaflans um munnlega geymd víkur PMS að rann-