Skírnir - 01.01.1978, Side 201
SKÍRNIR FRÁSAGNARLIST í FORNUM SÖGUM 199
isoleret fra den almindelige befolkning. Alle var med i tilh0rerskaren, b0nder
og tyende, kvinder og mænd, lærde og analfabeter. (Bls. 123).
Með þessari niðurstöðu er PMS kominn býsna nærri þeirri
áherslu sem oft hefur verið lögð á alþýðlegan svip sagnanna,
áherslu sem evrópuhyggjumenn hafa barist gegn og sem LL er
kominn í hálfgerð vandræði með eftir að hann tók að aðhyllast
sagnaskemmtun sem grundvöll sagnaritunar.
Kaflinn Den skriftlige overlevering rekur, á mjög traustan
hátt að því er mér virðist, ritunarsögu fornbókmenntanna. Hér
er gerður nauðsynlegur greinarmunur á handritum, sem raun-
verulega eru til eða hafa sannanlega verið til og hins vegar
áætluðum aldri þeirra verka sem þar eru geymd. Þannig fæst
ákveðin mynd af ritþróuninni miðað við hinar eiginlegu heim-
ildir, handritin. í sumum yfirlitsverkum er ekki hirt um þennan
greinarmun þannig að sagan, sem þar er sögð, er í rauninni
ótraustari en liún lítur út fyrir að vera. PMS gerir tiltölulega
mikið úr því að til hafi verið glataðar sögur á eldra stigi en
þær sem varðveittar eru, segir td. að sjálfstæðar sögur eða þættir
um aðalpersónur Njálu hafi „að öllum líkindum“ verið til.
Ekki er hægt að sjá annað en hann eigi við skrifaðar sögur og
verður þetta þá býsna ógætileg fullyrðing.
Kaflinn um bókmenntirnar í samfélaginu hefur vitaskuld
það hlutverk að draga saman þræði bókarinnar. Höfundur
varar hér við tilhneigingu til að kljúfa fyrirbæri hins forna
samfélags í sundur að nútíðarhætti, td. höfund frá hefð og
áheyrendum, skemmtun frá fróðleik og vísindum, sögu sem
stenst nútímaheimildarýni og epíska frásögn. Þetta tengist
nokkuð því sem fjallað var um hér að framan og skal það ekki
endurtekið.
Saga og samfund er yfirlitsrit, þar sem ekki er hægt að greina
einstaka texta og víst saknar maður þess að höfundur skuli ekki
komast nær einstökum verkum en þó lýkur þessum kafla með
skemmtilegri greiningu á tveimur textum, goðsögninni um Van-
landa og Vísburr í Ynglingasögu, og Sturluþætti, frásögn sem
hlýtur að vera reist á frásögn aðalpersónunnar án milliliða.
Greiningin leiðir í ljós óvæntan skyldleika milli þessara tveggja