Skírnir - 01.01.1978, Síða 205
BRÉF TIL SIvíRNIS
Um hljóðfræði og íslenzka hljóðfræði
í skírni 151, 215—221 (1977) birtir Höskuldur Þráinsson ritdóm um bók mína
„Drög að almennri og íslenzkri hljóðfræði" (Iðunn, Reykjavík 1976). Yfirleitt
er ekki ástæða til að kippa sér upp við málefnalega ritdóma og sú hefur
heldur ekki verið venja mín hingað til. Þó sé ég mig knúinn til að gera það
að þessu sinni, því að í áðurnefndum ritdómi er beinlínis gefið í skyn, að
með rannsóknir mínar sé ekki allt á hreinu og þær séu þess eðlis, að fræðilega
skyldu beri til að tortryggja þær (ritd. bls. 220). Þar af væri auðvelt að draga
þá ályktun, að í þessari bók sé verið að bjóða kennaraháskólastúdentum
vafasaman fróðleik og gefur gagnrýnandi minn það raunar í skyn með berum
orðum. Þar sem hér er um að ræða alvarlega ásökun, sem ekki á neitt skylt
við málefnalega gagnrýni, tel ég mig ekki geta látið undir höfuð leggjast að
svara hér nokkru um. Ég mun hér leitast við að skýra, hvernig rannsóknum
mfnum er háttað og jafnframt útskýra nánar ýmsar þær hugmyndir, sem
bók minni liggja til grundvallar, því að þær virðist gagnrýnandi minn ekki
hafa skilið, ef marka má dóm hans.
Það er vel kunnugt, að til er talsvert af ritum um íslenzka hljóðfræði. Öll
innihalda þau rit ýmis atriði og fullyrðingar um hljóðmyndun í íslenzku,
en ekkert þessara rita byggir á einni einustu rannsókn á hljóðmyndun, ef
undan er skilið rit Stefáns Einarssonar „Beitrage zur Phonetik der islandi-
schen Sprache" (Oslo 1927). Stefán athugaði hljóðmyndun með gómmyndum
og sótritara (kymograph) og dró af því mikilvægar ályktanir, sem rannsóknir
mínar hafa allar staðfest. Allir aðrir höfundar lýsa hljóðmyndun eftir því,
sem þeim heyrist, sýnist og finnst. Slíkt gengur aðeins að vissu marki, enda
harma bæði Stefán Einarsson og Björn Guðfinnsson að hafa ekki yfir að
ráða viðeigandi aðferðum til að lýsa opnustigum sérhljóðanna með nokkurri
nákvæmni, heldur verða að láta sér nægja mjög ófullkomna lýsingu. Þegar
ég byrja rannsóknir mínar árið 1967 hefur hljóðmyndun í íslenzku aldrei
verið rannsökuð, ef undan eru skilin atriði í áðurnefndri bók Stefáns Einars-
sonar. Mig undrar því það öryggi, sem gagnrýnandi minn sýnir í dómi um
rannsóknir mínar. Sá dómur getur ekki byggzt á öðru en trú um, að sum
atriði eigi að vera öðruvísi heldur en í Ijós kom f rannsóknum mínum. Ég
á vissulega bágt með að trúa, að slík trúaratriði skuli talin til röksemda,