Skírnir - 01.01.1978, Síða 207
SKÍRNIR
BRÉF TIL SKÍRNIS
205
Það atriði, sem gagnrýnin virðist einkum beinast að, er, hvort unnt sé
að yfirfæra árangur rannsókna, sem unnar eru á grundvelli tveggja Islend-
inga, yfir á framburð heillar þjóðar, sem telur rúmlega 200 þúsund manns.
Hér er rétt að benda á tvennt: í fyrsta lagi hef ég aldrei fullyrt, að búið sé
að rannsaka allt í íslenzkri hljóðfræði, og í öðru lagi getur engin rannsókn
haft ótakmarkað efni. Samræmi er samt svo mikið milli þeirra einstaklinga,
sem rannsakaðir hafa verið, að óhætt er að tala um ótvíræðar niðurstöður.
í því efni þarf ekki að láta að neinu liggja, þótt gagnrýnandi minn komist
þannig að orði. Þar með er ekki sagt, að rannsóknir framtíðarinnar muni
engu breyta, en að sinni er kennaraháskólastúdentum boðið það öruggasta,
sem hægt er að segja um þessi mál. í þessu efni hefur Kennaraháskóli Islands
sýnt mikla framsýni og kjark, því að venjulega eru frumrannsóknir ekki
teknar til greina í kennslu fyrr en að 20—30 árum liðnum. Hér má og geta
þess, að gagnrýnandi minn hefur sjálfur stundað rannsóknir á ýmsum atrið-
um í íslenzkri hljóðfræði. í því, sem ég hef séð af þessum rannsóknum, sem
eru prýðilega gerðar og gagnrýnanda mínum til sóma, hefur hann staðfest
öll atriði rannsókna minna og ekki komizt að gagnstæðri niðurstöðu um eitt
einasta. Læt ég lesendur um að dæma um það, hvort það muni vera hrein
tilviljun.
Svo að ég snúi mér nú að öðrum atriðum, þá er því haldið fram, að ég
rugli saman hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Svo er þó ekki. Ekki er hægt
að draga skýra markalínu milli beggja vísindagreina, heldur er málið þannig
vaxið, að í hljóðfræðirannsókn stendur vísindamaðurinn milli tveggja heima:
annars vegar heims liinna óhlutlægu (abstract) mállegu eininga og hins vegar
hins efnislega heims, sem birtist líffræðilega sem vöðvastarfsemi eða eðlis-
fræðilega sem hljóðbylgjur. Til þessa hlaut ég að taka tillit í bókinni. Hinar
óhlutlægu einingar eru grundvöllur allrar túlkunar og á því grundvallast öll
flokkunin. í bók minni er því hvergi um rugling að ræða, heldur er hér
drepið á kjarna hljóðfræðinnar sem vísindagreinar og jafnframt stærsta
vandamál hennar. Gagnrýnandi minn er vel að sér í hljóðkerfisfræði og úr
því að þetta atriði gat farið framhjá honum, óttast ég, að það hafi farið
framhjá öllum öðrum. Af þessu leiðir, að ég verð að tala um hljóðkerfi,
en ég tek ekki afstöðu til flokkunar málhljóðanna undir fónem. Vera kann,
að ég hefði átt að gera það, en það hefði þýtt lengri bók og mikið var upp
úr því lagt við mig, að ég hefði bókina stutta. Út frá þessu sjónarmiði er
augljóst, að hljóðin e o ber að hljóðrita [e oj, en ekki með opnu hljóðtákn-
unum [eo]. því að ekki er til í íslenzku andstæða milli þessara tveggja opnu-
stiga. Sérhljóðin e o eru miðlæg í íslenzku, mitt á milli opnustiga þessara sér-
hljóða í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu. Væri hljóðritun okkar fullkomlega
rökrétt, ætti að hljóðrita stuttu hljóðin með opnu hljóðtáknunum, en þau
löngu með lokuðu hljóðtáknunum. Enginn hefur þó talið enn knýjandi
nauðsyn á slíkri aðgreiningu.
Gagnrýnandi minn telur, að ég sé að telja mönnum trú um, að a sé kok-
mælt sérhljóð. Svo er þó ekki, því að þetta er í samræmi við það, sem bezt