Skírnir - 01.01.1978, Side 209
SKÍRNIR
BRÉF TIL SKÍRNIS
207
mynduð við hágóm eingöngu. Hér er því ekki um neina þoku að ræða í lýs-
ingu minni eins og gagnrýnandi minn telur (ritd. bls. 220), heldur afleiðingu
þess, að málhljóð eru aðeins til sem einingar í málkerfi og lýsingin verður að
taka mið af þessari staðreynd.
Gagnrýnandi minn ræðst á mig fyrir að taka ekki fram, hvaða framburð
sé verið að hljóðrita. Ég taldi ekki nauðsynlegt að taka fram, að miðað er
við sunnlenzkan framburð alltaf, nema sérstaklega væri annað tekið fram.
Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hljóðritun miðast við þann framburð,
sem mikill meirihluti þjóðarinnar notar. Ég forðast alla dóma um æskilegan
eða fallegan framburð. Slikir dómar breyta engu um þá staðreynd, að menn
nota þann framburð, sem þeir alast upp við, og óheppilegt væri, ef fram-
burður meirihluta þjóðarinnar væri ekki um leið grundvöllur hljóðritunar-
innar. Slíkt þarf því ekki að taka fram.
Um gildi bókarinnar sem kennslubókar tel ég rétt að vera fáorður. Reynsl-
an mun skera úr um það og það er alltaf undir viðkomandi kennara komið,
hvað úr kennslubók verður í kennslu. Þessari bók er einungis ætlað það tak-
markaða hlutverk að lýsa hljóðmyndun og er vonazt til, að hún geti stuðlað
að skilningi á þessu takmarkaða en þó mikilvæga sviði, sem er grundvöllur
í framburðarkennslu. Auðvitað hefur aldrei verið til þess ætlazt, að þetta
litla hefti væri það eina, sem lært er í hljóðfræði. Til þess er vonazt, að
kennarar semji hljóðritunartexta og æfi hljóðritun og auk þess þyrfti að
semja kennslubækur um önnur svið hljóðfræðinnar. En allt slíkt tekur tíma,
þótt vonandi sé, að það verði gert i framtíðinni.
í þessa litlu bók er safnað saman þvi eina, sem örugglega er vitað um
hljóðmyndun í íslenzku. Ég lief ekki dregið niðurstöður mínar í flaustri,
heldur hef ég þurft til þess 10 ára rannsóknir og meiri þolinmæði en líklegt
er, að nokkur utanaðkomandi, sem aldrei hefur komið nálægt hljóðfræði-
rannsóknum, geti gert sér grein fyrir. Gagnrýnandi minn viðurkennir það
raunar, en telur samt gildi rannsóknanna vafasamt fyrir íslenzkt mál. Ég er
hins vegar ekki í vafa um það atriði og minni á, að þar sem rannsóknir gagn-
rýnanda míns og Söru Garnes snerta sömu atriði og ég hef rannsakað, má
heita, að algjört samræmi sé í niðurstöðum allra þriggja athugenda. Hins
vegar er engin bók og engin rannsókn svo, að hún gæti ekki verið betri.
Um það eru bæði gagnrýnandi minn og ég sammála.
Ég vil að lokum nota þetta tækifæri og þakka þeim aðilum íslenzkum,
sem stutt hafa þessar rannsóknir með ráðum og dáð, en það eru Vísinda-
sjóður og Sjónvarpið, sem aðstoðaði mig við upptökur. Kennaraháskóli Is-
lands sýndi mér mikið traust, er hann bað mig að skrifa þessa bók og gaf
mér til þess frjálsar hendur. Mér var alltaf ljóst, að sjónarmið mín myndu
mæta mótspyrnu, en ég vona enn, að í umræðum um þessi mál verði heil-
brigð dómgreind og sanngirni að lokurn í mestum heiðri höfð.
Magnus Pétursson