Skírnir - 01.01.1978, Page 211
Ritdómar
JONNA LOUIS-JENSEN
KON GESAGASTUDIER
Kompilationen Hulda-Hrokkinskinna
Bibliotheca Arnamagnæana XXXII, Hafniæ 1977
Marct hefur verið um sögur Noregskonunga skrifað, og mætti að lítt at-
huguðu máli ætla að fræðimenn hefðu komist þar að nokkurn veginn
öruggum niðurstöðum. En konungasögur eru varðveittar í mörgum og
ólikum gerðum, og samband þeirra hefur lengi verið eitt flóknasta vanda-
mál íslenskrar bókmenntasögu, eins og Jón Helgason komst að orði í inn-
gangi sínum að ljósprentuninni á Morkinskinnu í Corpus codicum Islandi-
corum 1934. Bjarni Aðalbjamarson gerði þessi ummæli Jóns að einkunnar-
orðum fyrir doktorsritgerð sinni, Om de norske kongers sagaer, þremur ár-
um síðar. í þeirri bók og í útgáfu sinni á Heimskringlu í íslenzkum forn-
ritum lagði hann reyndar fram drjúgan skerf til lausnar margra þátta þessa
vandamáls, og ýmsir aðrir fræðimenn hafa lagt þar sitt af mörkum, en þó
fer því víðs fjarri að enn sé allur sá vandi leystur að fullu.
Ein er sú gerð konungasagna sem fram að þessu hefur lítt verið rann-
sökuð, en það er samsteypa sú sem kölluð er Hulda-EIrokkinskinna (hér á
eftir stytt H-Hr) eftir handritunum tveimur sem varðveita hana. Hún komst
þó snemma á prent, þar sem hún var gefin út í Fornmannasögum VI—VII
(1831—32), og varð því kunnari íslenskum lesendum en Heimskringla, sem
ekki var til í lestrarútgáfu aðgengilegri íslenskum almenningi fyrr en löngu
síðar.
Fræðimönnum varð þó snemma Ijóst að H-Hr var að öllu meginefni sam-
steypa úr Heimskringlu og Morkinskinnu. Hinsvegar hefur verið óljóst með
hverjum hætti þessi samsteypa var gerð og hvert gagn mætti af henni hafa
til skilnings á textasögu heimildanna, Heimskringlu og Morkinskinnu.
Þetta vandamál hefur próf. Jonna Louis-Jensen (hér á eftir stytt JLJ) nú
tekið til meðferðar í doktorsritgerð sinni, sem varin var við Kaupmanna-
hafnarháskóla á síðasta ári.* Rannsókn hennar er gerð með algerlega fíló-
lógískum aðferðum, þ. e. með textakönnun og textasamanburði. Markmiðið
er, eins og segir í inngangi (bls. 5—6), að leiða í ljós hvað ráðið verði af
*Það sem segir í þessari grein er útdráttur úr andmælum við doktors-
vörnina.
14