Skírnir - 01.01.1978, Síða 214
212
JAKOB BENEDIKTSSON
SKIRNIR
M. a. ræðir JLJ vissa innskotskafla úr Morkinskinnu í Heimskringlu, en
þeir eru bæði í handritum y-flokks og í Fríssbók, sem er af x-flokki, og
ekki ávallt á sama hátt i báðum flokkum. Úr þessu flókna máli er greitt á
mjög skilmerkilegan hátt, sem ekki er kostur að ræða á þessum stað. Eitt
þessara innskota er svo nefnd Þinga saga (í Morkinskinnu og H-Hr) eða
Þinga þáttr (i Heimskringlu). Hér er ekki aðeins um tvær talsvert ólíkar
gerðir að ræða, heldur ber gerðunum í hinni varðveittu Morkinskinnu og
H-Hr líka töluvert á milli. Gustav Storm gaf út Þinga sögu á sínum tima,
og fræðimenn hafa fram að þessu stuðst við kenningar hans um samband
textanna. JLJ tekur þetta mál til nýrrar athugunar og kemst að allt öðrum
niðurstöðum en Storm. I stuttu máli er skoðun JLJ sú að báðar gerðirnar
séu soðnar upp úr eldri sögu, sem hafi verið samin í Noregi, en borist til
íslands snemma á 13. öld og verið umsamin þar. Storm taldi aftur á móti að
sagan væri íslensk og að H-Hr hefði varðveitt upphaflegustu gerðina. Hins
vegar telur JLJ að allar varðveittu gerðirnar séu breyttar á mismunandi hátt
og naumast nokkur tiltök að endurgera söguna i upphaflegri mynd.
Mér virðist JLJ hafa hrakið með rökum þá kenningu Storms, að H-Hr
geymi söguna lítt eða ekki breytta, og fært gildar sönnur á að allar gerð-
irnar séu umsamdar að meira eða minna leyti. Hinsvegar virðist mér vafa-
samara að sagan sé skráð í Noregi og að í henni sé verulegur sannsögulegur
kjarni. I því sambandi má benda á grein eftir Finn Hpdnebp í Kultur-
historisk Leksikon XX, þar sem hann heldur fast við kenningu Storms um
að sagan sé samin á íslandi og telur að aðalatriðið i henni sé ekki söguleg
sannindi, heldur e. k. mannjöfnuður milli konunga, Eysteins og Sigurðar.
Þetta yrði of langt mál að ræða frekara, enda skiptir það engu um niður-
stöður JLJ varðandi afstöðu FI-Hr til annarra konungasagna.
I fjórða kafla bókarinnar er rætt um aðrar heimildir sem notaðar eru
í H-Hr. Það eru allt minni háttar atriði sem naumast geta valdið ágrein-
ingi. Athyglisverðast er e. t. v. að JLJ gerir ráð fyrir sérstakri glataðri sögu
eða þætti um Gisl Illugason, sem hafi sumpart verið stytt, sumpart um-
samin í varðveittu gerðunum. Sigurður Nordal leit svo á að Gísls þáttur
hefði upphaflega verið hluti af hinni latnesku sögu Gunnlaugs munks um
Jón helga, en JLJ færir að því rök að svo hafi ekki verið, heldur hafi *Gisls
saga verið yngri og henni verið skotið inn í bæði forrit H-Hr og íslenskar
gerðir Jóns sögu með mismunandi hætti. Þessi niðurstaða virðist traust.
I fimmta og síðasta kafla bókarinnar ræðir JLJ um þær stílbreytingar sem
gerðar hafa verið í H-Hr á texta forritanna. Hún bendir réttilega á að oft
sé erfitt eða ómögulegt að ganga úr skugga um á hvaða stigi textasögunnar
breytingarnar hafi verið gerðar, hvort þær stafi frá höfundi samsteypunnar
eða hafi gerst fyrr. Þetta stafar af því að oft er ekki um neinn sambærilegan
texta að ræða, einkum í Morkinskinnutextanum. Greinileg tilhneiging kem-
ur fram I H-Hr til þess að setja tví- eða margliðuð og stuðluð orðasambönd
í staðinn fyrir eitt orð eða óstuðluð orðasambönd (sjá bls. 137—45). Þetta
er einkum áberandi í þeim köflum sem ættaðir eru frá Morkinskinnu; í