Skírnir - 01.01.1978, Page 215
SKÍRNIR
RITDÓMAR
213
Hkr.-textanum eru dæmin margfalt færri. Líklegast virðist mér að þessar
breytingar stafi frá samsteypuhöfundi sjálfum, enda þótt JLJ vilji ekki full-
yrða það. Sennilegasta skýringin mætti vera sú að höfundur samsteypunnar
hafi hróflað minna við texta Snorra en við Morkinskinnu, og því séu þess-
ar breytingar ekki með sama hætti í öllum textanum. Tilhneigingin til
notkunar á stnðluðum orðasamböndum færist í vöxt undir lok 13. aldar,
og það kemur einmitt vel heim við þá tímasetningu sem JLJ gerir ráð fyrir
á *H. í sömu átt benda vissar breytingar á orðafari, sem JLJ drepur á. 1 því
sambandi hefði hún átt að notfæra sér þær athuganir sem Peter Hallberg
hefur gert á tíðni ýmissa orða og orðasambanda í fornritum, einkum í Stil-
signalement och författarskap i norrön sagalitteratur (1968), en þar hefur
hann m. a. rannsakað tíðni vissra atriða í Heimskringlu og Morkinskinnu.
Ég hef gert smávegis athugun á nokkrum breytingum í H-Hr með hliðsjón
af niðurstöðum Hallbergs, og hún virðist einmitt styðja þá skoðun að sam-
steypuhöfundur hafi fremur haft Snorra að stílfyrirmynd en Morkinskinnu.
1) í H-Hr er sögulegri nútíð forrita yfirleitt breytt í þátíð. í Morkin-
skinnu er söguleg nútíð algeng; skv. athugunum Hallbergs er hún notuð í
37% tilvika, en í Heimskringlu aðeins í 6,8%, og í síðasta þriðjungnum
ennþá sjaldnar, eða 2,6%. Þótt mig skorti dugnað á við Hallberg til þess
að safna dæmum, hef ég athugað tíðir sagna á 24 blaðsíðum á víð og dreif
í H-Hr og þar fundið að H-Hr breytir nútíð í þátíð rúmlega 200 sinnum.
Hér virðist því ljóst að Heimskringla er fyrirmyndin.
2) JLJ nefnir breytinguna úr unz í þar til er (bls. 149). í því sambandi
hefði og mátt vitna til áðurnefndrar bókar Hallbergs (bls. 173 o. áfr.), þar
sem meira efni er safnað um þetta atriði. En Hallberg hefur og athugað
aðra tengingu, sem sé oh er / en er. Morkinskinna notar nær eingöngu ok er
(96%), en Heimskringla hefur nálega sömu tíðni á en er (93,6%), og f síðasta
þriðjungnum jafnvel 95%. Þau sýnishorn sem ég hef athugað í H-Hr sýna
að æ ofan i æ cr ok er breytt í en er eða setningarupphafinu er bylt um. Þess
eru jafnvel dæmi að í einu af fáum skiptum þar sem ok er stendur f Heims-
kringlu (III 52,6), þá er því breytt í en er (Hulda I 52,23). Hér virðist því
Heimskringla enn vera fyrirmyndin.
3) JLJ bendir á breytingu á sögninni hitta(sk) í finna(sk), sem oft kemur
fyrir í H-Hr. Hér hefði enn mátt vísa í athuganir Hallbergs (í Arkiv 1965
og Stilsignalement, bls. 172 o. áfr.). Bæta mætti fleiri dæmum við þau sem
JLJ tilfærir og eins við þau þar sem hitta(sk) er látið standa. Það sem e.t.v.
skiptir meira máli er að öll dæmin, sem JLJ tilfærir um að hitta(sk) sé látið
óbreytt, eru úr Hkr.-textanum. Að vísu hef ég fundið fáein dæmi um að
hitta(sk) í Morkinskinnutexta sé látið standa, en miklu fleiri um að því sé
breytt.
Eins og áður var sagt þykir mér því miklu líklegra að þessar stílbreyt-
ingar stafi frá höfundi samsteypunnar en úr eldra forriti. Hvorttveggja er
að stuðluðu orðasamböndin benda frekar til ritunartíma samsteypunnar og
aðrar stílbreytingar má með nokkrum sanni skýra sem áhrif frá því að