Skírnir - 01.01.1978, Síða 216
214
JAKOB BENEDIKTSSON
SKÍRNIR
Heimskringla hafi verið stílfyrirmyndin, og því hafi breytingarnar orðið
mestar á Morkinskinnutextanum, sem á ýmsan hátt var frábrugðinn Heims-
kringlu um stíl.
En þessar athuganir breyta á engan hátt því sem sagt hefur verið um
meginefni bókarinnar. Hún er merkileg rannsókn á mikilvægu vandamáli
í textasögu konungasagna. Eins og bent hefur verið á hér á undan, hefur
hún ekki aðeins skýrt uppruna og tilurð H-Hr, heldur um leið lagt nýja
undirstöðu að krítískum útgáfum á bæði Heimskringlu og Morkinskinnu,
auk margvíslegra nýrra athugana á einstökum atriðum.
Öll er bókin mótuð af sérstakri vandvirkni, strangfræðilegum aðferðum,
gagnrýnu hugarfari og skarpri dómgreind. Framsetningin er afburða skýr og
greinargóð, flóknustu vandamálum eru gerð skil f knöppum og einföldum
stíl, sem ber vitni um rökfasta hugsun og ljósan frásagnarhæfileika. JLJ
forðast alla mælgi eins og heitan eld, en gagnorð framsetning hennar lætur
þó ekkert fara á milli mála. Pví aðeins hefur henni tekist að koma miklu
og flóknu efni fyrir í tiltölulega lítilli bók.
Þess skal getið að lokum að I bókinni er vitnað í nýja textaútgáfu af Huldu,
sem JLJ er að ganga frá. Texti þeirrar útgáfu er þegar prentaður, og er þess
að vænta að hún komi út innan skamms í Editiones Arnamagnæanæ.
Jakob Benediktsson
LEXICON DES MITTELALTERS
1. Bd. 1. Lieferung. Aachen-Ágypten
Artemis Verlag, Munchen und Zúrich 1977
Hér er stofnað til mikils uppsláttarrits í orðabókarformi um miðaldafræði.
Ætlunin er að allt verkið verði fimm stór bindi, hvert um 1100 bls., og
registursbindi að auki. Hvert bindi á að koma út I tíu heftum, og kom
fyrsta heftið út á síðasta ári.
Að þessu riti stendur fjölmennur hópur fræðimanna frá mörgum löndum,
enda á ritið að fjalla um miðaldir (300—1500) allrar Evrópu og gera grein
fyrir aðalatriðum nútímaþekkingar á öllum sviðum miðaldasögu. Ritið á
ekki aðeins að taka til almennrar sögu, stjórnmála- og hagsögu, heldur og
menningarsögu í víðasta skilningi; þar verður fjallað um bókmenntir, guð-
fræði og heimspeki, listir, náttúruvísindi og tækni. Fyrsta heftið lofar góðu
um að staðið verði við þessi fyrirheit. í því eru hátt á fjórða hundrað greina,
vitaskuld misjafnar að lengd, allt frá fáum línum upp í 2.3 dálka (Adel). Um
mörg atriði er fjallað í greinum um einstaklinga, þjóðhöfðingja, kirkjuhöfð-
ingja, rithöfunda og aðra áhrifamenn, enda eru greinar um einstaka menn
í meiri hluta að tölu til. Hinsvegar eru þær greinar yfirleitt stuttar, en
lengri greinar fjalla um almennari efni, og má þar til nefna margar fróðlegar
greinar um heimspeki og guðfræði, réttarsögu og hagsögu. Með greinunum