Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 217
SKÍRNIR RITDÓMAR 215
eru ýtarlegar tilvísanir í baekur um efnið, útgáfur rita o. s. frv., og er að því
mikill ávinningur.
Eins og við er að búast skipa Norðurlönd ekki mikinn sess í þessu hefti,
cn hlutur þeirra er þó ekki með öllu fyrir borð borinn, og það sem þar er
sagt er traust svo langt sem það nær. En vitaskuld verður það ekki borið
saman við Kultur-historisk Leksikon for nordisk middelalder. Hinsvegar er
mikill fengur að þessu riti fyrir alla sem áhuga hafa á almennri evrópskri
miðaldasögu.
Jakob Benediktsson
BIBLIOGRAPHY OF MODERN ICELANDIC LITERATURE
IN TRANSLATION
Including Works Written by Icelanders in Other Languages
Compiled by P. M. Mitchell and Kenneth H. Ober
Islandica 40. Cornell University Press, Ithaca and London 1975
Fyrir tæpum tuttugu árum tóku tveir bandarískir menntamenn sér fyrir
hendur að safna í skrá um þýðingar á íslenzkum bókmenntum síðari alda.
Þeir eru P. M. Mitchell, nú prófessor við University of Illinois, Urbana, og
Kenneth H. Ober, háskólakennari við Illinois State University. Mitchell hafði
þá um hrið lagt stund á germönsk málvísindi og bókmenntir en Ober á
slafnesk. Skiptn þeir þannig með sér verkum, að Mitchell annaðist meiri
hluta verksins, en í hlut Obers féllu þýðingar á atisturevrópsk mál, auk
nokkurra annarra þátta af efni bókarinnar.
Skráin spannar allan íslenzkan skáldskap í lausu og bundnu máli eftir siða-
skipti, sem birzt hefur í erlendum þýðingum og komið í leitirnar, auk rita,
er íslendingar hafa samið á erlendum tungum.
Bókin kom út í íþöku og Lundúnum árið 1975 og er fertugasta bindi
safnritsins Islandica, sem Halldór Hermannsson hóf að gefa út 1908 og rit-
stýrði um fjölda ára. í formála segir, að efnissöfnunin nái til 1970. í ritgerð,
sem Mitchell birti í Skírni 1971, eru nokkrar tölfræðilegar athugasemdir um
safn þeirra félaga, sem þá var enn óprentað. Er ekki úr vegi að taka hér
upp úr frásögn þessari fáeinar tölur. Ljóð eru þýdd á 30 tungumál, en skáld-
sögur og smásögur á 38. Tala íslenzkra ljóðaþýðinga losar 2500, smásagna
rösklega 650, skáldsagna 550 og leikrita 46. Efstur á blaði er Halldór Laxness
með 275 þýðingar á 37 tungumál, Gunnar Gunnarsson með 119 þýðingar á
21 tungumál, Jón Sveinsson (Nonni) 144 þýðingar á 21 tungumál og Krist-
mann Guðmundsson með að minnsta kosti 77 þýðingar á 20 tungur. Nær
upptalning þessi til allra greina fagurbókmennta, þar sem hver ný þýðing
og útgáfa fær sína tölu. Ef til vill hefur eitthvað bætzt við eftir samantekt
þessa, en varla breytir það hlutföllum að ráði. Sumt þessara ritsmíða, einkum
ljóð, eru til í fleiri en einni þýðingu á sama mál eða prentaðar víðar en á
einum stað.
Margt af þýðingum þessum, ekki sízt Ijóðunum, er harla fátækt að bók-