Skírnir - 01.01.1978, Síða 218
216
HARALDUR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
menntalegu gildi. Sögurnar eru og oft þýddar úr einhverju öðru máli en ís-
lenzku. Það á að sjálfsögðu við allar þýðingar á ritum Gunnars Gunnars-
sonar, Jóns Sveinssonar og flestar bækur Kristmanns Guðmundssonar, sem
í öndverðu voru ritaðar á erlendum málum, að þær hafa flestar verið þýddar
beint úr frummálinu.
Eins og ráða má af þessu stutta yfirliti eru þýðingar þessar mjög dreifðar.
Flestar eru þær raunar á Norðurlandamálum, þýzku og ensku. Á síðari árum
hefur þýðingum á austurevrópumál fjölgað mjög, ekki sízt rússnesku og
tékknesku, og landnám þeirra í Asíu og Suður-Ameríku er hafið, þótt í smá-
um stíl sé. Það hefur ekki verið neitt áhlaupaverk að tína þær saman af
fjölda þjóðlanda um aldar skeið. Flestar þýðingarnar eru frá þessari öld.
Fyrir aldamótin höfðu aðeins birzt fimm þýðingar íslenzkra skáldsagna á
erlend mál. Verulegur skriður kemur fyrst á þýðingar íslenzkra bókmennta
eftir heimsstyrjöldina fyrri, en margar þeirra eru frumritaðar á erlendu máli,
flestar á dönsku. Frá því um 1930 hefur straumurinn verið nokkuð jafn,
þegar undan eru skilin stríðsárin síðari og næstu árin, meðan bókagerð var
að komast aftur í eðlilegt horf. Fiske-safnið í íþöku, Konungsbókhlaða í
Kaupmannahöfn og Landsbókasafn íslands urðu þeim félögum drjúg til
fanga, en könnun þeirra mun einkum hafa verið verk Mitchells. Við þetta
bætist svo fjöldi annarra safna og einstaklinga, er greiddu götu safnaranna.
Þar eru einkum til nefndir Vilhjálmur Bjarnar í Fiske-safni og Ólafur
Pálmason og Ólafur Hjartar í Landsbókasafni. Án slíkrar aðstoðar margra
manna verður verk eins og þetta trauðla unnið.
Ekki er ósennilegt, að það hvarfli að einhverjum íslenzkum lesanda bókar-
innar. að þetta sé verk, sem íslendingar hefðu fremur átt að vinna sjálfir.
En mig grunar að þess hefði orðið langt að bíða. Til þess að leysa slíkt verk
af hendi þarf ærinn tíma og töluvert fé. Tímafrek könnun víða um lönd er
ekki hrist fram úr erminni. Þetta er þó að sjálfsögðu tilfinningamál og auka-
atriði og skiptir í rauninni litlu. Hitt er meira virði, að íslenzkri bókfræði
hefur verið tekið umtalsvert tak, og fyrir það eiga höfundarnir eða safnend-
urnir þakkir skilið.
„Engin ástæða er til þess að ætla skrána tæmandi", segir Mitchell í greinar-
gerð sinni um verk þeirra félaga. Allir, sem eitthvað hafa gluggað að ráði
í slíkar skrár, vita að svo verður aldrei. Þar vantar alltaf eitthvað, stundum
meira, stundum minna og að sönnu ákaflega mismunandi. Ég ætla ekki að
hætta mér út á þann hála ís að nefna mörg dæmi slíkra vantana, enda orkar
stundum tvímælis, t. a. m. um endurprentanir eftir sama sátri eða plötu,
stundum ártalslausar í þokkabót. Fyrir fimmtán árum freistaði ég þess að
taka saman skrá um rit Gunnars Gunnarssonar og þýðingar þeirra á ýmis
tungumál. Tilföng voru raunar af skornum skammti, eintök Landsbókasafns
og Gunnars sjálfs, auk alþjóðlegrar skrár um þýðingar. Með aðstoð Gunnars
heppnaðist mér að draga saman allmikil föng til slíkrar skrár. f sambandi
við þessa vinnu mína ritaði Gunnar nokkrum útgefendum bréf og spurðist
fyrir útgáfu verka hans á vegum þeirra. Engin af bókum hans hefur hlotið