Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 220

Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 220
218 BERGSTEINN JONSSON SKIRNIR alinnlendri rót, er þrátt fyrir allt komið frá öðrum löndum eða þvi voru sköpuð vaxtarskilyrði fyrir erlend áhrif. Mig langar að drepa á örfá atriði evrópskrar sögu og íslenzkrar frá nítj- ándu öld, ef mér mætti þannig lánast að sýna við hvað ég á. Eftir Kielarfriðinn 1814 og Wienarsamningana 1815 mátti öllum ljóst vera að danska Norður-Atlantshafsríkið lifði eða lafði einungis fyrir náð breta. Að vísu voru önnur ríki bretum rneiri og öflugri á landi lengst af. En yfir- ráð dana á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum gátu því aðeins varað, að þeir nytu náðar í Westminster. Þetta skildu engir betur en danskir stjórnarherrar og konungsráðgjafar. Allt frá 1814 lagði danska stjórnin sig því fram um að þóknast bretastjórn — eða að minnsta kosti misbjóða henni ekki. Þar á ofan leitaðist hún við að láta völd og áhrif prússa og rússa vega salt, svo að hvort ríkið um sig verndaði Danaveldi fyrir hinu. Þessi viðleitni bar tilætlaðan árangur á því tímabili, sem oft er kennt við Heilaga bandalagið eða Evrópukonsert stórveldanna. Þá var keppikefli ráða- manna álfunnar að viðhalda status quo, og þar af leiðandi voru allar breyt- ingar á stjórnarfari og landamærum litnar óhýru auga. I samræmi við þenn- an anda var fornum stjórnarháttum viðhaldið í löndum Friðriks 6. dana- konungs og að því stefnt að um hans daga fengi allt að hvíla í óbreyttum skorðum. Um 1830 fer þessi afturhaldsandi heldur að dofna. Stórveldin freistast sjálf til að skakka leikinn í Grikklandi og hlutast til um að grikkir fá að stofna sjálfstæða ríkisnefnu á kostnað Tyrkjaveldis. Þá megna þau ekki að reisa rönd við frelsistöku flestra nýlendna spán- verja í rómönsku Ameríku, enda voru bretar andvígir ihlutun þeirra þar, og alla nítjándu öld var vilji breta lög á heimshöfunum. Loks voru stjórnendur breta um þessar mundir, tiltölulega fjölmenn yfir- stétt aðals og borgaralegra efnamanna, að opna fleiri samborgurum dyr að valdamusteri sínu og hraða þannig för í átt til borgaralegs lýðræðis, þó að „beztu menn“ kölluðu slíkt grófustu spillingu og vísan veg til glötunar. Júlíbyltingin á Frakklandi 1830 velti afturhaldsstjórn þar í landi, en við tók stjórn auðborgara. — Belgía brauzt úr nauðungarsambandi við Holland, og komu landsmenn þar á hjá sér konungsstjóm með frjálslegri stjórnskipan eftir þeirra tíma hætti. Hræringarnar 1830 óróuðu þýzka íbúa hertogadæmanna á Suður-Jótlandi. Brugðu þá stjórnarherrarnir f Kaupmannahöfn við og bjuggust til að efna hálfgleymd fyrirheit um stéttaþing. Allt til þessa ríkir fullkomin ró meðal íslenzkra þegna danakonungs. Fyrst eru þeir með allan hugann við sitt gamla viðfangsefni — að treina í sér líf- tóruna. Samtímis lofuðu þeir hátt og í hljóði Guð og kónginn, en tautuðu svo að lítið bar á spilltum yfirvöldum og ágjörnum kaupmönnum. En nú er með vissu svo komið að fjöldi manna fylgist með helztu heimsviðburðum, að minnsta kosti á ytra borði, og málefni ríkisins verða í senn fréttaefni og umræðuefni fleiri og fleiri. Klaustur-Pósturinn, íslenzk fréttablöð, Skírnir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.