Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 220
218 BERGSTEINN JONSSON SKIRNIR
alinnlendri rót, er þrátt fyrir allt komið frá öðrum löndum eða þvi voru
sköpuð vaxtarskilyrði fyrir erlend áhrif.
Mig langar að drepa á örfá atriði evrópskrar sögu og íslenzkrar frá nítj-
ándu öld, ef mér mætti þannig lánast að sýna við hvað ég á.
Eftir Kielarfriðinn 1814 og Wienarsamningana 1815 mátti öllum ljóst vera
að danska Norður-Atlantshafsríkið lifði eða lafði einungis fyrir náð breta.
Að vísu voru önnur ríki bretum rneiri og öflugri á landi lengst af. En yfir-
ráð dana á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum gátu því aðeins varað, að þeir
nytu náðar í Westminster. Þetta skildu engir betur en danskir stjórnarherrar
og konungsráðgjafar. Allt frá 1814 lagði danska stjórnin sig því fram um að
þóknast bretastjórn — eða að minnsta kosti misbjóða henni ekki. Þar á ofan
leitaðist hún við að láta völd og áhrif prússa og rússa vega salt, svo að hvort
ríkið um sig verndaði Danaveldi fyrir hinu.
Þessi viðleitni bar tilætlaðan árangur á því tímabili, sem oft er kennt við
Heilaga bandalagið eða Evrópukonsert stórveldanna. Þá var keppikefli ráða-
manna álfunnar að viðhalda status quo, og þar af leiðandi voru allar breyt-
ingar á stjórnarfari og landamærum litnar óhýru auga. I samræmi við þenn-
an anda var fornum stjórnarháttum viðhaldið í löndum Friðriks 6. dana-
konungs og að því stefnt að um hans daga fengi allt að hvíla í óbreyttum
skorðum.
Um 1830 fer þessi afturhaldsandi heldur að dofna. Stórveldin freistast sjálf
til að skakka leikinn í Grikklandi og hlutast til um að grikkir fá að stofna
sjálfstæða ríkisnefnu á kostnað Tyrkjaveldis.
Þá megna þau ekki að reisa rönd við frelsistöku flestra nýlendna spán-
verja í rómönsku Ameríku, enda voru bretar andvígir ihlutun þeirra þar,
og alla nítjándu öld var vilji breta lög á heimshöfunum.
Loks voru stjórnendur breta um þessar mundir, tiltölulega fjölmenn yfir-
stétt aðals og borgaralegra efnamanna, að opna fleiri samborgurum dyr að
valdamusteri sínu og hraða þannig för í átt til borgaralegs lýðræðis, þó að
„beztu menn“ kölluðu slíkt grófustu spillingu og vísan veg til glötunar.
Júlíbyltingin á Frakklandi 1830 velti afturhaldsstjórn þar í landi, en við
tók stjórn auðborgara. — Belgía brauzt úr nauðungarsambandi við Holland,
og komu landsmenn þar á hjá sér konungsstjóm með frjálslegri stjórnskipan
eftir þeirra tíma hætti.
Hræringarnar 1830 óróuðu þýzka íbúa hertogadæmanna á Suður-Jótlandi.
Brugðu þá stjórnarherrarnir f Kaupmannahöfn við og bjuggust til að efna
hálfgleymd fyrirheit um stéttaþing.
Allt til þessa ríkir fullkomin ró meðal íslenzkra þegna danakonungs. Fyrst
eru þeir með allan hugann við sitt gamla viðfangsefni — að treina í sér líf-
tóruna. Samtímis lofuðu þeir hátt og í hljóði Guð og kónginn, en tautuðu
svo að lítið bar á spilltum yfirvöldum og ágjörnum kaupmönnum. En nú er
með vissu svo komið að fjöldi manna fylgist með helztu heimsviðburðum,
að minnsta kosti á ytra borði, og málefni ríkisins verða í senn fréttaefni og
umræðuefni fleiri og fleiri. Klaustur-Pósturinn, íslenzk fréttablöð, Skírnir,