Skírnir - 01.01.1978, Page 221
SKÍRNIR RITDÓMAR 219
Ármann á Alþingi, Sunnan-Póstur og Fjölnir sjá sívaxandi fjölda fyrir frétt-
um af hinu helzta sem við ber, auk útlegginga á atburðunum.
Þrátt fyrir ákvörðunina um stofnun stéttarþinga haggast einveldið hvergi,
svo að séð verði. En allt í einu eru íslendingar farnir að skrifast á um stjórn-
mál, atvinnumál, skólamál, verzlun og fleira, sem varðaði almannaheill. Má
þá nærri geta, að ekki hafa þeir látið þau mál órædd, þegar þeir fundust við
kirkju, x erfisdrykkjum eða á öðrum mannamótum. Og samtímis verður þess
vart að hinir áhugasömustu þeirra á meðal eru farnir að lesa útlend blöð,
tímarit og bækur um stjórnmál. Með öðrum orðum, sú breyting verður á
högum margra pilta — og nokkurra stúlkna líka — að þeir (eða þau) fá að
læra dönsku og ef til vill sína ögnina af ýmsu öðru, án þess að stefna sé tekin
á latínuskóla eða embættisnám.
Hér nálgast þau txmamót þegar íslendingar fá eigið ráðgjafarþing. Skjótt
á litið er því líkast sem þeir fái það á fati og að kalla án eigin atbeina. En
sannleikurinn er sá, að framvinda mála í danska ríkinu vann fyrir þá. Það
var einmitt í anda þeirra breta, sem mestu réðu á öndverðum ríkisstjórnar-
árum Viktoríu drottningar, að ögn væri slakað á taumhaldi við hinar bezt
megandi stéttir, landeigendur og bjargálna borgarastétt.
Nýskipan skólamála á íslandi á fimmta tug nítjándu aldar er, svo að dæmi
sé nefnt, naumast framkvæmd vegna framkominna óska landsmanna, heldur
eru þar að verki aðkomin áhiif. Háskólinn í Kaupmannahöfn komst ekki
hjá að bera sig saman við sambærilegar stofnanir í nálægum löndum, og
kröfurnar til háskólamenntunar eru á þessu skeiði sem óðast að breytast.
Eitt kunnasta baráttumál fyrstu ráðgjafarþinganna í Reykjavík var aukið
verzlunarfrelsi. Með afnámi korntollsins á Englandi 1846 og síðustu leifa
siglingalaganna frá seytjándu öld næstu árin á eftir, hefja bretar ákafa bar-
áttu fyrir sem hömluminnstum verzlunarviðskiptum milli landa. Var þá illa
á því stætt fyrir dani að loka þeim hlutum ríkis síns, sem brezkir kaupmenn
vildu fá að verzla við.
Engum sem á lítur fær dulizt, að atburðirnir í ríkjxim danakonungs 1848—
49 og næstu ár réðust að verulegu leyti fyrir erlend áhrif og íhlutun. Fráfall
Kristjáns 8. í janúar 1848 og valdataka sonar hans, Friðriks 7., stóð að sjálf-
sögðu i engum tengslum við febrúarbyltinguna í Frakklandi sama misserið.
En það nægir að lesa Skírni, Norðurfara, Dagbók Gísla Brynjólfssonar og
sitthvað fleira frá hendi íslenzkra menntamanna þessi árin til þess að átta
sig á, að stórviðburðir umheimsins fóru ekki lengur hjá garði dana eða ís-
lendinga án þess að vekja viðbrögð.
Það er fyrst eftir þjóðfundinn 1851 að óumdeilanlega kemur fram meðal
þingeyinga angi þeirrar róttækni, sem síðar átti svo mjög eftir að setja svip
á þær hræringar, sem þaðan bárust. Þá vildu þeir ryðjast inn á valdasvið
konungs og svifta Trampe greifa stiftamtmannsembætti. Tuttugu árum síð-
ar var svo langt gengið, að Einar í Nesi vildi setja Kristján 9. af, væntanlega
sem valdaræningja.
Byltingahreyfingarnar í Evrópu 1848 og 1849 voru ýmist bornar uppi af