Skírnir - 01.01.1978, Page 226
224
SKÍRNIR
SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR
lesa þær stúlkur jafnmikið sem fá háar einkunnir og falleinkunn, og hefði
verið gaman að vita hvort þær lásu sömu bækurnar á þessu tímabili.
Á töflunni yfir bækur sem krakkarnir hafa lesið koma fáar íslenskar bækur
fyrir. íslensk börn lásu á þessum árum nær eingöngu þýddar bækur, mest
reyfara (85%). Þeir innlendu höfundar sem strákarnir hafa lesið að einhverju
marki eru Nonni, Þórir S. Guðbergsson, Ármann Kr. Einarsson, Jón Kr. Is-
feld, Jón Thoroddsen og auk þess íslendingasögur og þjóðsögur. Stelpurnar
lásu Jennu og Hreiðar Stefánsson, Jón Trausta, Ragnheiði Jónsdóttur, Ingi-
lijörgu Sigurðardóttur, Jón Thoroddsen, Nonna, Gunnar Gunnarsson, ís-
lenskar þjóðsögur og xslendingasögur. Á þessum lista kemur ýmislegt á óvart,
en mann eins og Jón Trausta er gaman að sjá þar. Heiðarbýlið hans er oftast
talin besta bók af 15 ára stúlkum — hún stendur við hliðina á Ævintýrabók-
um Enidar Blyton. Raunar er skýring til á þessum vinsældum: Heiðarbýlið
var framhaldsleikrit í útvarpinu um áramót 1964 og 1965. Það hefur höfðað
svo til krakkanna að þau hafa rokið beint í bókaskápinn. Annars staðar í at-
huguninni kemur fram að leikrit eru vinsælasta útvarpsefnið hjá krökkunum.
Það reynist vera mikill kynmunur á bókalestri barna og unglinga. M.a.
kemur fram að stelpur lesa drengjabækur mun meira en drengir stelpubækur.
Af þessu dregur Símon ályktun sem er mjög umhugsunarverð fyrir barna-
bókahöfunda: „Gæti þetta e.t.v. bent til þess, að barnabókahöfundar mörk-
uðu áhuga- og athafnasviðum stúlkna of þröngan bás og fylgdu að þessu
leyti um of hefð, sem er að úreldast, enda beinist nú áhugi telpna meir en
áður að ýmsum störfum og hugðarmálum, sem til skamms tíma þóttu ein-
ungis hæfa drengjum." (bls. 108—9)
Dálítið reyndist vera um það að krakkar læsu ljóð í frístundum sínum,
bæði úr skólaljóðum og utan þeirra. Þau ljóð sem koma ný inn og ekki eru
í lestrarefni skóla eru aðallega gamankvæði og trúarljóð. Hvorugum þessum
flokki virðast skólabækur sinna, eða eins og Símon segir svo ágætlega: „All-
mjög ber á dálæti unglinga á fyndnum og skoplegum kvæðum, en þau skipa
ekki mikið rúm í lestrarbókinni, sem varla er von.“ (bls. 166)
Myndasögur eru feikivinsælt efni, bæði í dagblöðum og tímaritum og i sér-
stökum myndablöðum. Má nærri geta hvað þessar vinsældir hafa farið vax-
andi á árunum sem síðan hafa liðið. Öll börn í könnuninni lesa myndasögur,
en börn sem lesa fáar bækur og lítið af öðru efni, lesa hlutfallslega fleiri
myndasögur en hin. Þetta eru oft börn sem hafa lágar einkunnir. Símon veltir
myndasögunum fyrir sér á nokkrum blaðsíðum (243—248), efni þeirra og
hugsanlegum áhrifum, m.a. þeixri kenningu að börn hafi gott af að skoða
glæpamyndaseríur (og horfa á glæpaþætti og bíómyndir) vegna þess að það
hafi „geðhreinsunaráhrif". Símon reynir af mætti að fordæma ekki þessar
niðurstöður sumra kollega sinna, honum er svo í mun að vera hlutlaus og
frjálslyndur, en þó getur hann ekki tekið meira undir „geðhreinsunarkenn-
inguna" en þetta: „Vera kann þó, að sumar myndasögur gegni þessu hlut-
verki að einhverju leyti.“ (bls. 245) Símon er allur með hugann við efni
myndasagnanna en veltir þvi ekki fyrir sér hvaða áhrif það hefur á þroska