Skírnir - 01.01.1978, Qupperneq 227
SKÍRNIR
RITDÓMAR
225
ímyndunarafls barna að láta stöðugt mata sig á myndum í stað þess að búa
þær til í huganum um leið og lesið er. Vafalaust er erfitt að rannsaka svo-
leiðis, en freistandi að hugsa um það.
Þegar Símon gerði könnun sína var Keflavíkursjónvarpið starfrækt um
7—13 stundir á dag, og nær 38% reykvískra nemenda í úrtaki Símonar horfðu
á það heima hjá sér. Símon spurði börnin ekki á hvað þau horfðu, hann
reyndi fyrst og fremst að fá fram hversu mörg börn hefðu aðgang að því og
hve lengi þau horfðu á það á dag eða í viku. Þessar upplýsingar er mikilsvert
að hafa. Athyglisvert er líka að sjá að krakkar sýna sjónvarpi miklu minni
áhuga eftir að þau komast á unglingsárin. Breytingin virðist verða skyndi-
lega við 13 ára aldur. Hvernig skyldi þetta vera núna? Einnig má sjá að
börn lesa minna ef þau horfa lengi á sjónvarp — og mátti kannski gera ráð
fyrir því fyrirfram. Einkum á þetta við drengi, og þar fór einnig saman
mikil sjónvarpsnotkun og lágar einkunnir. Guðmundur Guðmundsson dósent
lýsir töflunum í þessum kafla og segir svo frá þessu atriði: „Niðurstöðurnar
eru í samræmi við kenninguna, að efni Keflavíkursjónvarpsins hafi verið
meira að smekk drengja með lágar einkunnir en háar, en þær „sanna“ hana
alls ekki, því að vel mætti setja fram einhverjar aðrar kenningar í samræmi
við niðurstöðurnar, þótt þær þyrftu sennilega að vera ívið flóknari." (bls. 320)
Þetta er eitt versta dæmið í bókinni um varfærni og hlutleysi sem gengur
út í öfgar, gerir textann beinlínis loðinn. Ekki er minnst á hvort þessi kenn-
ing um efni Keflavíkursjónvarpsins hafi verið sett fram eða hver hafi gert
það, og þótt „vel mætti setja fram einhverjar aðrar kcnningar" þá er það
ekki gert.
Börn gera ýmislegt annað í frístundum sínum en lesa og þegar þau lesa
þá lesa þau ekki bara barnabækur skrifaðar fyrir þau heldur lesa þau dag-
blöð, tímarit, bókmenntir og sorprit. í lokaspjalli sínu, sem er hið fróðleg-
asta, ræðir Símon um barnabækur og lestrarvenjur barna. Hann eyðir þar
töluverðu rými í að verja skemmtilestur krakkanna og kallar í vitnastúku
ekki minni kalla en Sartre, Matthías Jochumsson og Halldór Laxness, sem
allir hafa í æsku nærst á blöndu af heimsbókmenntum og rusli. Og ályktunin
verður: „Skemmti- eða afþreyingarlestur gegnir oft nytsömu hlutverki; jafn-
vel mikilhæfir menn, sem vinna að lausn torleystra vandamála, iðka hann.“
(bls. 383) Hver var að æsa sig út af konunum og dönsku blöðunum? Símon
veit samt hvað hann er að tala um: „Hins vegar hafa þær ýmsa óæskilega
eiginleika, svo sem einfeldnislega og jafnvel ósiðlega hetjudýrkun, grunn-
færnar mannlýsingar og óraunsæjar, allar greyptar í sama mót, sem valda því,
að börn mega ekki búa að þeim eingöngu eða of lengi. Þau þurfa jafnframt
að lesa góðar bókmenntir, sem eru í samræmi við skilningsþroska þeirra og
áhugamál." (bls. 382)
Það er kannski óþarfi að taka það fram eftir þessa lýsingu á riti dr. Símon-
ar Jóh. Ágústssonar að það er hið merkasta og á engan sinn líka hjá okkur.
Þetta er grundvallarrit sem lengi verður notað og vitnað til. Auðvitað er
þetta fyrst og fremst skýrsla um upplýsingasöfnun og ályktanir oft ómark-
15