Skírnir - 01.01.1978, Síða 232
230 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
kemnr á óvart. Og það er vitaskuld að barnabækur geta eins og aðrar bækur
verið prýðilegar þótt þær séu að öllu leyti hefðbundnar í efnivið og að-
ferðum sínum. Staða barnabókmenntanna sem þekkingarmiðils, farvegur og
uppspretta lífsreynslu, aðferð til að skynja, reyna og túlka fyrir sér veröldina,
verður varla metin nema með hliðsjón af öðrum bókmenntum samtímis
þeim. Aður en bamabækur eru fordæmdar fyrir að vera frumstæðar, gamal-
dags, úreltar verður að huga að því hvernig ástatt er f skáldsagnagerðinni
almennt á sama tíma.
Skáldsagan er oft kölluð „borgaralegt" skáldskaparform, og má það sjálf-
sagt einnig til sanns vegar færa um íslenska skáldsagnagerð. An þess að lengra
sé farið út í þá sálma í þetta sinn virðist það augljóst mál að heimur íslensku
barnasögunnar, eins og Silja Aðalsteinsdóttir lýsir honum í ritgerð sinni, sé
heimur íslenskrar miðstéttar sem á uppruna sinn og allar rætur svo skammt
að rekja aftur til bændasamfélagsins og hinna fyrri þjóðfélagshátta í landinu.
í þessum horfna heimi finnur barnasagan, eins og sínu leyti þjóðleg íslensk
afþreyingarsaga, efnivið til að tjá og túlka fyrir lesanda sfnum lífið eins og
það ætti að vera. Og þetta á við okkar bestu skáldsögur um og handa böm-
um og unglingum, enn frekar en skemmtisögurnar og reyfarana — verk höf-
unda eins og Stefáns Jónssonar, Ragnheiðar Jónsdóttur, Gunnars M. Magn-
úss, Ólafs Jóh. Sigurðssonar, svo að nokkrir séu nefndir sem Silja Aðalsteins-
dóttir hefur í mestum metum. Bestu sögur þeirra eiga sinn þátt í raunsæis-
legri frásagnarhefð íslenskra skáldsagna.
En barnasagan er líka bundnari af hefðinni en aðrar skáldsögur. Ný-
breytni í formi, stxl og frásagnarháttum er áreiðanlega miklu fátíðari í barna-
sögum en öðrum sögum. Og barnasögunni kann að veitast að því skapi tor-
veldara að fá sér fangstað á nýjum og breyttum samfélagsvemleik — því
þjóðfélagi, lífi og lífsháttum sem er lesendanna.
Ólafur Jónsson
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SAGA, LEIKRIT, LJÓÐ
Undirstöðuatriði bókmenntagreiningar. Iðunn, Reykjavík 1975
EÐLISÞÆTTIR SKÁLDSÖGUNNAR
Rannsóknarstofnun í bókmenntafræði við Háskóla íslands. Fræði-
rit 2. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1975
Það kann að vera áhorfsmál hversu langt á að ganga í að gera bókmennta-
túlkun og -skýringu að námsefni í skólum. Einhverjum kann að þykja skáld-
skapur best kominn óáreittur af skólakennurum, lesendurnir muni sjálfsagt
bjarga sér sjálfir hér eftir sem hingað til, og má að vísu hafa samúð með
þeirri skoðun.