Skírnir - 01.01.1978, Síða 233
SKÍRNIR
RITDÓMAR
231
Hér er sem betur fer engin ástæða til að fara lengra út í þessa sálma. Bók-
menntanám og kennsla hefur verið að breytast á undanförnum árum, bæði
í háskóla og á öðrum skólastigum, og er enn að breytast. Þær tvær bækur sem
hér um ræðir bera báðar vitni um þessar breytingar: þar er reynt að fá
áhugasömum nemendum og kennurum í hendurnar tæki og lýsa fyrir þeim
aðferðum til miklu ýtarlegri lestrar, nánari greiningar og túlkunar skáldrita
en til skamms tíma hefur tíðkast í bókmenntanáminu. Markmið bókmennta-
kennslu er ekki lengur einvörðungu að gera nemendum stuttlega grein fyrir
sögu bókmenntanna, kynna fyrir þeim nokkra helstu höfunda og þeirra
helstu verk. Einnig og ekki síður á hún að stuðla að því að nemandinn verði
„góður og vandlátur lesandi skáldskapar" eins og Njörður Njarðvík segir í
formála fyrir Sögu, leikrit, ljóð.
Báðar eru bækurnar samdar með náinni hliðsjón af, ef ekki beinlínis eftir
fyrirmynd sænskra rita um bókmenntagreinjngu sem undanfarin ár hafa
verið notuð í háskólanum, Att Idsa epik eftir Bertil Romberg (1969) og Alt
lasa dramatik eftir Göran Lindström (1970) en aldrei mun hafa orðið úr að
út kæmi þriðja ritið, um ljóðgreiningu, Att lasa lyrik eftir Gösta Löwendahl,
sem fyrirhugað var. Aftur á móti kom sér á parti greiningaryfirlit eftir Löw-
endahl, En tnodell för lyrikanalys (1970) hliðstætt við greiningarkerfi þeirra
Rombergs og Lindströms, sem hér hefur einnig verið notað. En eftir þessu
kerfi er lagað greiningaryfirlit það fyrir skáldsögur, leikrit og ljóð sem Njörð-
ur lýsir í fyrrgetnu bókinni og liggur raunar einnig til grundvallar efnis-
skipan í bók hans um skáldsagnagerð.
Hér á eftir verður nánar vikið að nokkrum lykil-hugtökum í þessu grein-
ingarkerfi, en fyrst er að gera ögn nánari grein fyrir bókunum.
Saga, leikrit, ljóð er ætluð handa menntaskólum og öðrum framhaldsskól-
um. Eftir inngangskafla um bókmenntakennslu, bókmenntagreinar og um
efnivið og formgerð skáldskapar fjalla þrír hlutar bókarinnar um skáldsagna-
gerð, leikritagerð og ljóðagerð og lýkur hverjum með greiningar-yfirliti eins
og fyrr var sagt. Eðlisþættir skáldsögunnar er á hinn bóginn ætluð háskóla-
stúdentum í bókmenntanámi. Eftir inngang um skáldsagnalestur og sögu-
greiningu skiptist hún í sex aðalkafla sem fjalla um sögumann og sjónarhorn
í skáldsögum, byggingu sögu, persónusköpun, tíma og umhverfi, mál og stíl
og loks um þema. Eins og þetta stuttaralega efnisyfirlit vonandi sýnir eitt
saman er hér framfleytt heilmiklum nýjungum í bókmenntakennslu, bæði
vegna þeirra viðhorfa og aðferða sem ritin kynna og vegna þess að hinu
fræðilega efni þeirra er hér fylgt eftir með ýtarlegu íslensku dæmaefni sem
vitanlega gerir „fræðin" miklu nærtækari og aðgengilegri nemandanum en
ella væri. Áður hefur aðeins verið til ein sambærileg námsbók á íslensku:
Bragur og Ijóðstill eftir Óskar Halldórsson (1972) sem öðrum þræði er hefð-
bundið yfirlit yfir bragfræði, en hinum þræðinum lýsir sömu viðhorfum og
vinnubrögðum x ljóðalestri og ljóðarýni og Njörður í sínum bókum. Bækur
Njarðar hafa þegar verið í notkun tvö skólaár og er væntanlega ljóst að þær
geta og hafa kannski þegar haft umtalsverð áhrif á bókmenntanámið f fram-