Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 234
SKÍRNIR
232 ÓLAFUR JÓNSSON
haldsskólunum. Trúlegt er að ýmsir þeir sem numið hafa síðarnefndu bókina
í háskólanum fari brátt að kenna þá fyrrnefndu í framhaldsskólum, og grein-
ingaraðferðir þær sem bækurnar lýsa eru þegar fram komnar í ýmsum ný-
legum skólaútgáfum skáldrita. En vitanlega veltur á mestu hvernig bæk-
urnar eru hrúkaðar 1 skólakennslunni.
Njörður P. Njarðvík byrjar báðar bækur sínar á nokkurri umræðu um
„eðlisþætti og lögmál" skáldskapar sem hann nefnir svo og um „hlutlægni
og huglægni" í bókmenntagreiningu og túlkun:
Enginn getur gert sér nokkra von um árangursríka bókmenntatúlkun
nema hann kunni skil á öllum helstu lögmálum frásagnarlistarinnar.
Sögugreining er að vísu oftast nær háð persónulegri afstöðu túlkand-
ans, en þeim mun nauðsynlegra er að túlkun hans byggist á hlutlægri
þekkingu á því skáldriti sem hann túlkar. Grundvöllur góðrar sögu-
greiningar hlýtur ævinlega að felast í samverkan hlutlægrar þekkingar
og næmleika huglægrar túlkunar. Því veikari sem hin hlutlæga þekk-
ing er, þeim mun meiri hætta er á að hin persónulega túlkun missi
marks. (Eðlisþættir, 13.)
Sjálfsagt er um að kenna vangá í orðfæri frekar en vanhugsun. En það sem
hér og víðar segir í bókunum um „lögmál" skáldskapar finnst mér til þess
fallið að ýta undir þann misskilning að um skáldskap og skáldrit sé til að
dreifa algildum reglum sem það sé verkefni bókmenntafræða að koma auga
á og orðum að. Bókmenntafræði og bókmenntasaga verða að láta sér nægja
að lýsa skáldskap eins og hann kemur fyrir, leita að þeim lögum og reglum
sem gilda um hvert og eitt skáldverk fyrir sig, innan þess. Agabrot gegn réttri
reglu koma ekki fyrir í skáldskap — nema þeim reglum sem hvert og eitt
verk setur sér sjálft og lesandi þess eða gagnrýnandi vitanlega hlýtur að reyna
að gera sér grein fyrir. Hitt er varhugavert að halda að nemendum þeirri
hugmynd að um sé að ræða réttar reglur eða algildar aðferðir innan tiltek-
inna bókmenntagreina sem læsa megi í formúlu og brúka síðan formúluna
fyrir mælistiku á tiltekin skáldrit. Þótt Njörður hafi hvergi svo ákveðin orð
um „lögmál" skáldskaparlistar er ég hræddur um að vandalaust sé að mis-
skilja ýms ummæli hans í báðum bókum á þennan veg.
Það sem að ofan segir um „hlutlægni" og „huglægni" í bókmenntatúlkun
virðist svo sem sjálfsagt. Vitaskuld helgast öll túlkun og mat skáldskapar,
eigi vit að vera í því, á nákvæmum lestri, vel grundaðri þekkingu á efnis-
atriðum hvers þess verks sem um er að ræða. Njörður gerir í kaflanum um
skáldsögulestur og sögugreiningu í Eðlisþáttum skáldsögunnar ennfremur
greinarmun á þremur þáttum sögugreiningar, lýsingu. túlkun og mati. Lýs-
ingin er hlutlægust, matið huglægast, segir hann. Hlutlæg þekking á text-
anum er grundvöllur góðrar sögugreiningar, og — ,rsá grundvöllur fæst ann-
ars vegar með góðri þekkingu á lögmálum og takmörkunum frásagnarlistar
og hins vegar með vandlegum lestri." (15)
Þetta má nú til sanns vegar færa. En í verki hygg ég að huglægni og hlut-
lægni fléttist miklu nánar saman í bókmenntagagnrýni en ummæli Njarðar