Skírnir - 01.01.1978, Page 235
SKÍRNIR
RITDÓMAR
233
gefa til kynna. í rauninni verður „lýsing" skáldverks aldrei hlutlæg, af því að
hún verffur aldrei tæmandi eða endanleg, felur alltaf í sér úrval cfnisatriða
til að lýsa þvi verki sem um er fjallað. Og úrvalið ræðst af „túlkun" efnisins,
hverju máli það skipti í samhengi verksins í heild, og sú túlkun felur jafn-
harðan í sér .,mat“ á gildi þess fyrir lesandann. Hitt er svo vitanlega sjálfsagt
mál að allar fullyrðingar um „merkingu" eða „gildi“ skáldverka hljóta aff
byggjast á réttum staðhæfingum um efnivið og aðferðir þeirra og röksamband
að vera milli ummæla manns af þessu þrennu tagi eigi mark að vera að um-
ræðunni.
í fræðum þeirra Rombergs, Lindströms og Njarðar eru „minni“ og „þema“
mikil lykilorð — og um leið hálfgerð vandræðaorð á íslensku. Minni er þýð-
ing á „mótíf" og hefur áður verið notað í þjóðsagnafræðum um , föst rnótíf"
tam. í ævintýrum. Orðið er til vandræða ef það gefur til kynna að skákl-
skapar-minnum sé háttað á sama veg, og þau séu þannig með einhverjum
hætti for-ákvörðuð. I skáldskap geta hins vegar hvers konar efnisatriði fengið
mótíf-gikli, ef svo má segja, og kannski ganga svo langt að segja að í frurn-
legum skáldskap verði minnin alltaf „ný“ með einhverjum hætti, en ákvörð-
un minnis í texta felur þegar í stað í sér vísi að túlkun hans. Ef til vill væri
nær að kalla mótíf „kveikju" í skáldskap, ef minni væri ekki búið að vinna
sér festu í tnálinu.
Gerður er greinarmunur á lýrískum og epískum mótífum, ljóðminni, sem
getur „verið fólgið í einstökum hluta veruleikans, svo sem haf, sólarlag", og
sagnaminni:
Sagnaminni byggist á mikilsverðum grundvallaraðstæðum í mannleg-
um samskiptum sem birtast aftur og aftur og eru því óháð einstakling-
um, tíma eða umhverfi. (80)
Ef til vill mætti herða á þessum orðum með því að minnsta kosti sagna-
minni feli jafnan í sér einhvers konar átök eða streitu á milli eða innan
einstaklinga, eða milli einstaklings og samfélags eða umhverfis hans. ,1’cma"
er annað vandræðaheiti sem ógerningur virðist að koma að íslensku orði, en
í rauninni merkir það ekki annað en meginhugsun, niðurstöðu eða jafnvel
boðskap verks:
Þema er hér skilgreint sem viðfangsefni sögunnar, meginhugmynd
hennar eða hugsun, sem oft má setja fram í fáum orðum, óháð til-
teknum atburðum, persónum, tíma eða umhverfi. (176)
Þetta mætti ef til vill ákveða ögn nánar með því að segja að minnunt
megi jafnan lýsa með setningarhluta, án umsagnar, en þema verði best sagt
með heilli setningu sem birti einhverja staðhæfingu urn mennina eða lífið
eða heiminn. Þannig séð er þemað háð túlkun lesandans, felst í skilningi á
aðal-minni hvers tiltekins verks, þeirri merkingu sem það öðlast innan verks-
ins í heild og í samhengi við allt annað efni þess. Ef eitt (aðal)minni Sjálf-
stæðs fólks er talið vera td. „uppreisn einstaklings gegn ranglátu samfélagi"
felst þema verksins í einhvers konar niffurstöðu um sigurvonir og gildi slíkrar