Skírnir - 01.01.1978, Qupperneq 236
SKÍRNIR
234 ÓLAFUR JÓNSSON
uppreisnar gegn umhverfinu. í Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson eru aug-
Ijós alkunn minni: tveir ástarþríhyrningar sem svo eru nefndir. En aðal-
minni þeirrar sögu felst væntanlega í því sem tengir þríhyrningana saman,
hvað sem það er sem knýr aðalpersónuna, séra Eyjólf, til athafna sinna og
lilutdeildar sem hann þar með öðlast í afdrifum og örlögum annars fólks í
sögunni. Þema sögunnar liggur þá í niðurstöðu hans og sögunnar um gildi
þessarar reynslu fyrir hann og með honum lesandann.
Eins og sjá má á skilgreiningunum hér að ofan fela þessi hugtök í sér til-
raunir til að afhjúpa grundvallaratriði í skáldverkum og afklæða þau um
leið persónu-einkennum tiltekinna verka, ef svo má segja, koma orðum að
sammannlegum og algildum efnisatriðum sem eru þá um leið endurtakanleg
og koma einatt fyrir í fjölda alls ólíkra skáldrita. En markmið þeirra er frá-
leitt aðeins að greina líkingu með ólíkum verkum við fyrstu sýn heldur að
orða meginatriði til skilnings á hverju tilteknu verki sjálfu. Sama gildir um
önnur lykilorð í þessum fræðum: „föflu" og „fléttu" sem svo eru nefndar
vandræðalegum orðum. Með þeim er átt við efniskjarna eða uppistöðu frá-
sagnar, það sem á ensku er nefnt „plot“, tvær hliðar þess:
Fafla er efniskjarni sögu, aðalatriði atburðarásarinnar í réttri tímaröð,
án þess að þau séu tengd ákveðnum einstaklingum, tíma eða um-
hverfi. (62)
Flétta er aftur á móti tæknilegra hugtak, varðar sýnilega mynd föflunnar
í tiltekinni frásögn:
Flétta er atburðarás sögunnar í sömu röð og atburðirnir koma fyrir
í sögunni, tengd tilteknum einstaklingum, tilteknum tíma og tiltekn-
um stað. (65)
Augljóslega er efni föflu og fléttu hið sama, hugtökin lýsa aðeins breyti-
legu viðhorfi við því í efnisskipan og uppbyggingu verks. í fléttunni má
greina sundur ytri og innri gerð hennar, og varðar ytri gerðin niðurskipun
efnisatriða í frásögninni, skiptingu í hluta, kafla, þætti og atriði, yfirlit,
lýsingu og sviðsetningu atburða. Innri gerðin varðar framvindu og þróun
atburðarásar i frásögninni, og má skipta í þrjá meginhluta, kynningu, flækju
og lausn. Þegar greind er flétta er sem sé verið að lýsa sýnilegri og áþreifan-
legri mynd þess efnis sem fafla geymir og rökum sem ráða þróun þess. Fafla
er ekki bara efniságrip frásagnar í fáum orðum sagt. Rétt greind fafla geymir
greinargerð fyrir aðal-minni verks, því sem kemur atburðum af stað í sög-
unni, og fyrir því sem veldur þróun atburða, manngerð söguhetju og tegund
eða eðli umhverfis og kringumstæðna sem hún býr við, ásamt meginatriðum
atburðarásarinnar. Þannig séð felast líka í föflunni forsendur fyrir þeirri
ályktun af efninu sem kallað er þema verksins. Og augljóslega felur greining
föflu ekki bara í sér lýsingu tiltekins verks heldur líka amk. vísi að túlkun og
þar með forsendur fyrir mati á gildi þess.
Hver segir söguna? nefnist upphafskaflinn í Eðlisþáttum skáldsögunnar.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að í hverri sögu, líka skáldsögum,